is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38687

Titill: 
 • Tjáningar- og netfrelsi í stafrænum heimi : áhrif tilskipunar ESB nr. 2019/790 um höfundarrétt í hinum stafræna innri markaði
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar snýr að tjáningar- og netfrelsi í stafrænum heimi, áhrifum tilskipunar ESB nr. 2019/790 um höfundarrétt í hinum stafræna innri markaði. En 17. gr. tilskipunarinnar hefur sérstaklega verið gagnrýnd vegna mögulegra áhrifa á tjáningar- og netfrelsi einstaklinga á vettvöngum þjónustuveitenda á netinu. Í ritgerðinni er leitast við að svara því hvaða áhrif 17. gr. mun hafa á tjáningu í stafrænu samfélagi og hvort hún sé líkleg til þess að takmarka tjáningarfrelsi einstaklinga, auk þess að skoða hvort að slík takmörkun geti verið réttlætanleg á einhvern hátt.
  Í upphafi ritgerðarinnar er fjallað um höfundarrétt og tilkomu netsins og hvernig reyna fór á höfundarrétt með nýjum hætti, auk umfjöllunar um helstu regluverk á því sviði. Einnig eru skoðaðar heimspekilegar kenningar sem snúa að höfundarrétti, og síðan er umfjöllun um nokkur mikilvæg dómafordæmi á þessu sviði, sem sýna fram á ákveðnar brotalamir í regluverkinu sem nýju tilskipuninni er ætlað að leysa. Síðan er umfjöllun um mannréttindi og tjáningarfrelsi í stafrænu samfélagi, þar er hugmyndafræðin að baki tjáningarfrelsi skoðuð, sem og vægi þess í stafrænu samfélagi. Að lokum er síðan rýnt í nýju tilskipunina og skoðuð möguleg áhrif 17. gr. hennar á tjáningar- og netfrelsi einstaklinga, auk þess að skoða mögulega getu sjálfvirkra efnissía sem þjónustuveitendur þyrftu mögulega að nota til þess að koma í veg fyrir höfundarréttarbrot.
  Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að tilskipunin getur vissulega leitt til þess að tjáningar- og netfrelsi einstaklinga verði takmarkað að einhverju leyti. En verði henni beitt rétt hefur hún einnig möguleika á að vera gagnlegt verkfæri til þess að ná fram jafnvægi milli rétthafa og notenda, og til þess að minnka verðmætabilið milli rétthafa og þjónustuveitenda á netinu.

 • Útdráttur er á ensku

  The topic of this thesis is freedom of expression and internet freedom in a digital world, the effects of EU Directive no. 2019/790 on copyright in the digital single market. Article 17 of the Directive has been particularly criticized for the potential impact on the freedom of expression and internet freedom on platforms of online content-sharing service providers. The thesis seeks to answer what effects Article 17 will have on expression in a digital society and whether it is likely to restrict the freedom of expression of individuals, as well as to examine whether such restriction can be justified in any way.
  The thesis discusses copyright and the emergence of the Internet and how copyright was tried in a new way, as well as a discussion of the main regulations in that field. It also examines philosophical theories relating to copyright, followed by a discussion of some important precedents in this area, which demonstrate certain breaches of the acquis that the new Directive is intended to address. Next a discussion of human rights and freedom of expression in a digital society, where the ideology behind freedom of expression is examined, as well as its importance in a digital society. Finally, the new Directive is examined, along with possible effects of Article 17 on the freedom of expression of individuals online, and an examination of the potential capabilities of automated content filters that service providers may need to use to prevent copyright infringement.
  The main conclusions are that the directive can certainly lead to restrictions on individuals' freedom of expression and internet freedom to some extent. But if applied correctly, it also has the potential to be a useful tool for achieving a balance between rights holders and users, and for reducing the value gap between rights holders and online service providers.

Samþykkt: 
 • 1.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38687


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML ritgerd loka.pdf827.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna