is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38688

Titill: 
 • Er vinnumansal veruleiki á Íslandi ?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Er vinnumansal raunveruleiki á Íslandi ?
  Helsta markmið ritgerðarinnar er að kanna hvort vinnumansal sé veruleiki á Íslandi og er áhersla lögð á þolendur af erlendum uppruna. Lagaskilgreining mansals er þröng í íslenskri löggjöf enda getur verið erfitt að átta sig á hvenær um vinnumansal er að ræða, erfitt er að sækja slík mál fyrir dómstólum og dæmd viðurlög eru væg. Fyrir skipulagða brotahópa og aðra einstaklinga getur mikill fjárhagslegur ávinningur falist í því að stunda vinnumansal. Í upphafi rannsóknarvinnunnar kom í ljós skortur á íslenskum fræðilegum heimildum og reynslu í þessum málaflokki. Einungis hefur verið sakfellt einu sinni fyrir vinnumansal á Íslandi og má telja að takmarkaðri löggjöf megi kenna þar um.
  Til að svara þessum spurningum var framkvæmd ítarleg rannsókn. Viðtöl voru tekin við verkamenn af erlendum uppruna sem telja sig orðið hafa fyrir brotum á íslenskum vinnumarkaði, við lögmenn, fagaðila innan lögreglu og stéttarfélaga, félagsráðgjafa og fleiri sem gegna mikilvægu hlutverki við þjónustu og aðstoð við brotaþola vinnumansals og greiningu á þeim. Málin sem lögð eru fram byggjast á raunverulegri reynslu brotaþola. Við vinnslu rannsóknar var höfundur meðvitaður um áhrif og skyldur sínar sem túlkur og opinber starfsmaður og var það haft í huga við gagnaöflun, rannsóknavinnu og skrif.

 • Útdráttur er á ensku

  Is labour trafficking a reality in Iceland?
  The main aim of the dissertation is to examine whether human trafficking is a reality in Iceland and the emphasis is on victims of human trafficking of foreign origin. The legal definition of human trafficking is very narrow in Icelandic legislation. It is difficult to understand when it is a case of human trafficking. It is difficult to file a case against human trafficking and the penalties for labour trafficking are mild. For organized crime groups and other individuals, engaging in labor trafficking can be of great financial benefit. At the beginning of the research work, it was revealed that there is a lack of Icelandic academic sources and experience in this area, only once convicted of human trafficking in Iceland and it can be considered that poor legislation can be blamed for this.
  To answer these questions, a thorough study was conducted. Interviews were conducted with workers of foreign origin who have been victims of violations in the Icelandic labour market and with lawyers, professionals within the police and trade unions, social workers and others who play an important role in providing services and assistance to labour trafficking victims and their analysis. The cases submitted are based on actual experience and the names of the victims. During the processing of the study, the author was aware of the effects and his duties as an interpreter and public worker, and was therefore taken into consideration in data collection, research work and writing.

Samþykkt: 
 • 1.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38688


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mirabela_Blaga_ML_ritgerð-02.06.2021 (2).pdf868.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna