is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38690

Titill: 
  • Sérfræðileg sönnun vegna galla í fasteignakaupum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Gerð var könnun á kostnaði við öflun matsgerða í þeim fasteignagallamálum sem fóru fyrir áfrýjunardómstól á öðru stigi á árunum 2016-2020. Fyrirkomulag við sönnun sérfræðilegra atriða í íslenskum einkamálarétti var rannsakað til að varpa ljósi á réttarástandið eins og það er í dag. Þá var gerð athugun á sérfræðilegri sönnun í erlendum einkamálarétti í samanburðarskyni. Kannað var hvort hægt væri að leysa íslenskt fasteignagallamál á hraðari eða ódýrari hátt með óhefðbundnum málsmeðferðarleiðum: Smámálameðferð, sérdómstól eða lögbundnum gerðardómi. Rannsóknin gefur ákveðnar vísbendingar um að sérfræðileg sönnun í íslenskum rétti sé of kostnaðarsöm þegar mál eru um minni hagsmuni. Lagareglur sem setja matsmönnum fastákveðna tímafresti eða veita dómara meiri stjórn á ferlinu við öflun matsgerða gætu sparað aðilum tíma. Sú aðferð sem er notuð í íslenskum rétti til öflunar sérfræðilegra sönnunargagna, matsgerð dómkvadds matsmanns, er almennt talin vera ábyggilegt sönnunargagn vegna þess að reglur laga um meðferð einkamála tryggja óhlutdrægni matsmannsins og dómari getur þar af leiðandi treyst því að matsgerð sé unnin af hlutleysi í garð aðila. Vegna aðkomu sérfróðra meðdómsmanna er ástæða til að halda að íslenskur réttur sé vel í stakk búinn til að sleppa notkun dómkvaddra sérfræðinga í málum þar sem eru önnur sérfræðileg sönnunargögn. Dæmi um slíkt sönnunargagn gæti verið munnleg skýrslugjöf sérfræðings sem styðst við framlagða utanréttarálitsgerð. Slík útfærsla á að geta verið ódýrari og skjótvirkari en öflun hefðbundinnar matsgerðar. Þá hafa samanburðarlönd treyst sér til að einfalda kröfur um sönnunarfærslu í málum um minni hagsmuni og með viðunandi réttaröryggi.

  • Útdráttur er á ensku

    A survey was conducted on the cost of obtaining assessments from court-appointed experts in cases regarding defects in real estate transactions, which went to the second instance court in 2016-2020. Rules regarding expert issues in Icelandic civil law were examined, in order to shed light on the current legal situation. For comparison, a study of expert evidence in foreign civil proceedings was made. The treatise also examines whether it is possible to resolve Icelandic cases, regarding defects in real estate transactions, in a faster or a more cost-effective way, through alternative procedural methods: small claims proceedings, special courts or statutory arbitration. The study shows that there are certain indications that the use of expert evidence in Icelandic civil law is too costly when it comes to smaller claims for damages stemming from defects in real estate transactions. Legal provisions that include fixed deadlines for the work of court-appointed assessors could save parties time. The assessment of a court-appointed expert is primarily considered reliable evidence because the formal rules of civil procedure law ensure the expert’s impartiality and thus the judge can trust that his assessment is made in a neutral manner towards the parties. Due to a system of expert judges, there is reason to believe that the Icelandic legal system is well equipped to disapply court-appointed experts in cases where there is other expert evidence before the court. An example of such evidence is the oral evidence of an expert who relies on a written expert witness’ statement. Such an arrangement could be time saving and more cost-efficient than obtaining a standard assessment. Comparative countries have ventured on limiting the presentation of evidence, for example in smaller claims for damages and, it seems, with adequate legal security.

Samþykkt: 
  • 1.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38690


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sérfræðileg sönnun vegna galla í fasteignakaupum - ML.pdf625.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna