is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38693

Titill: 
  • Áhrif breiðari undirstöðuflatar og útsnúnings um mjöðm í hnébeygju: Hreyfilýsing ökklaliðar við mismunandi aðferðir í hnébeygju
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Inngangur: Veikur grunnur er fyrir því hvernig rétt framkvæmd hnébeygju á að vera í sambandi við staðsetningu fóta, álags, hraða og þreytustig.
    Markmið: Meginmarkmið rannsóknarinnar er að athuga hver áhrif breiðari undirstöðuflata og útsnúnings um mjöðm hefur á hreyfilýsingu ökkla í mismunandi aðferðum í hnébeygju.
    Aðferðir: Rannsóknin er megindleg þversniðsrannsókn á 10 karlkyns körfuboltaiðkendum í efstu deild á Íslandi sem hafa stundað styrktarþjálfun og voru þeir valdir með hentugleikaúrtaki. Þátttakendur framkvæmdu alls 45 hnébeygjur í fimm mismunandi útgáfum með lyftingastöng á baki með 20kg, 60kg og 100kg lóðum. Útgáfur hnébeygja voru: hnébeygja með axlarbreidd á milli fóta með tær beint fram, axlarbreidd með útsnúning um mjöðm, breiður undirstöðuflötur með tær beint fram, breiður undirstöðuflötur með útsnúning um mjöðm. Notast var við hreyfigreiningarkerfi í þrívídd við söfnun gagna og greiningu. Við tölfræðigreininguna var gerð línuleg blönduð fjölþáttaaðhvarfsgreining þar sem gráður voru skoðaðar í neðstu stöðu hnébeygju, með hverri aðferð fyrir sig.
    Niðurstöður: Því dýpra sem þátttakendur fara í hnébeygju því meira kreppist ökkli (e. dorsiflexion) óháð tegund hnébeygja og þyngd (p<.001). Ökklakreppa minnkar hins vegar þegar aukin beygja (e. flexion) verður um mjöðm í hnébeygjum óháð þyngd (p<.001). Marktækur munur er á hreyfiútslagi ökkla í neðstu stöðu hnébeygja á milli útgáfa hnébeygja þar sem minni ökkla kreppa verður við breiðari undirstöðuflöt með og án útsnúnings um mjöðm (p<.001). Þyngd hefur áhrif á hreyfilýsingu hnjáliða þar sem þátttakendur fara styttra í hnébeygju.
    Ályktun: Þátttakendur komast dýpra í hnébeygju með minni þyngd og útsnúning um mjöðm (e. external rotation). Því gæti verið æskilegt fyrir körfuboltaiðkendur að framkvæma hnébeygjur með axlabreidd á milli fóta og útsnúning um mjöðm til að hámarka ökklakreppu í hnébeygju. Einnig gæti verið æskilegt að framkvæma hnébeygjur með breiðari undirstöðuflöt og útsnúning um mjöðm þar sem þátttakendur fara dýpra í hnébeygju

  • Útdráttur er á ensku

    Introduction: There is a weak foundation for how the correct execution of the squat exercise should be in relation to the stance width, load, speed and fatigue level.
    Aims: The main objective is to examine the effect of wider stance width and external hip rotation on the kinematics of the ankles during different variations of squat.
    Methods: The study is a quantitative cross-sectional study in which 10 male basketball players in the top division in Iceland, who have practiced strength training were selected with a convenience sampling. Participants performed 45 squats in five different versions of backsquat with 20kg, 60kg and 100kg weights. The squat versions were shoulder-widths and wide stance with toes straight forward and hip external rotation. A three-dimensional motion analysis system was used for data collection and analysis. In the statistical analysis, a linear mixed model was used to examine degrees of the ankle in the lowest position of each method of the squat.
    Results: The deeper the participants go in squat, the greater the dorsiflexion is in the ankle, regardless of the variation of the squat and weight (p<.001). However, decreases when there is an increased hip flexion in squat (p<.001). There is a significant difference at the deepest position of the squat in the ankle between the versions of squat where there is less dorsiflexion in the ankle at a wider stance width with and without external rotation (p<.001). Weight also affects the deepest position of the knees as participants go shorter into the squat.
    Conclusion: Participants get deeper into squats with less weight and hip external rotation. Therefore, it may be desirable for basketball players to perform squats with shoulder width and external rotation to maximize the dorsiflexion in squats or perform squats with wide stance and external rotation where participants go deeper in sqauts.

Samþykkt: 
  • 1.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38693


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Emil Karel Einarsson - Áhrif breiðari undirstöðuflatar og útsnúnings um mjöðm í hnébeygju - Lokaskil.pdf389.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Emil Karel. Yfirlýsing.pdf215.94 kBLokaðurYfirlýsingPDF