is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38694

Titill: 
 • Bótaréttur þolenda afbrota samkvæmt lögum nr. 69/1995 : bótafjárhæðir og takmarkanir þeirra
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bætur til þolenda afbrota eru tryggðar með ríkisábyrgð samkvæmt lögum um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota nr. 69/1995. Bótarétturinn er þó háður vissum takmörkunum. Ein helsta takmörkunin felst í lágmarks- og hámarks bótagreiðslum til þolenda afbrota skv. 7. gr. laganna. Með lögum nr. 54/2012 voru gerðar nokkrar breytingar á lögunum, m.a. voru hámarksfjárhæðir 2. mgr. 7. gr. hækkaðar. Stærsta breyting var þó sennilega sú að við 2. ml. 1. mgr. 2. gr. var bætt nýju ákvæði, þar sem bótaréttur tjónþola fyrir varanlegan miska og varanlega örorku var takmarkaður enn frekar. Ákvæðið er svohljóðandi: „Ekki verða þó greiddar bætur fyrir varanlegan miska nema hann sé að lágmarki 5% og ekki verða greiddar bætur fyrir varanlega örorku nema hún sé að lágmarki 15%“.
  Megin umfjöllunarefni ritgerðarinnar snýr að þessum lagaákvæðum og takmörkunum þeirra á bótarétt og bótafjárhæðir til þolenda afbrota. Leitast er við að svara því hvað felst í þessum takmörkunum og hvaða sjónarmið búa þeim að baki. Í því sambandi er sérstaklega horft til þeirra breytinga sem gerðar voru á lögunum með lögum nr. 54/2012 og áhrif þeirra fyrir þolendur afbrota. Jafnframt er til álita hvort ástæða sé til að endurskoða núverandi framkvæmd að einhverju leyti og þá hvort ástæða sé til að hækka hámarksfjárhæðir 2. mgr. 7. gr. laganna, sbr. markmið laganna um að bæta fremur meira tjón en minna.
  Einnig eru önnur ákvæði laganna skoðuð til frekari skýringar og stuðnings á framangreindu. Fjallað er m.a. um bótanefnd ríkisins, hlutverk hennar og málsmeðferð fyrir nefndinni, gildissvið laganna, hvað telst bótaskylt tjón, skilyrði bótagreiðslna, atriði sem kunna hafa áhrif á ákvörðun bóta og endurkröfurétt ríkissjóðs.

 • Útdráttur er á ensku

  Compensation to crime victims is secured by a state guarantee according to Act no. 69/1995 on the State Payment of Compensation to Victims of Crime. The compensation right is though subject to certain restrictions. One of the main restrictions is in Art 7. of the Act which puts limitation on the minimum and maximum compensation payments to the victims of crime. Several changes were made to the Act by Act no. 54/2012, including increased of the maximum compensation payments in para 2. Art 7. of the Act. The biggest single change, however, was probably the addition of a new provision to the Act, that is to the second sentence of para 1. Art 2. of the Act. In this new provision the
  compensation rights for crime victims is further limited. The new provision reads: „No compensation will be paid for permanent disability unless it is a minimum of 5% and no compensation will be paid for permanent disability unless it is a minimum of 15%“.
  The main topic of this thesis is these provisions of the Act and their restrictions on the compensation right and on the compensations amount for crime victims. An attempt is made to answer what these restrictions entail and what lies behind them. In this connection, special attention is paid to the changes made to the Act by Act no. 54/2012 and their impact on crime victims. It is also considered whether there is a reason to review the current implementation/practice to some extent and whether
  there is a reason to increase the maximum compensation payments amounts in para 2. Art 7. of the Act, considering that the aim of the Act is to compensate for more damage rather than less.
  Other provisions of the Act are also examined for further explanation and support of the above.
  Coverage includes discussion on the State Compensation Committee, the Committees role and procedure before the Committee, scope of the Act, what is considered compensable damage according to the Act, the conditions of compensation payments, factors that may affect the determination of compensation and the State right to recourse.

Samþykkt: 
 • 2.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38694


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð Lokaeintak skil.pdf624.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna