Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38695
Árið 2017 voru fimmtán dómarar skipaðir á einu bretti við hinn ný stofnaða Landsrétt. Hæstiréttur komst síðar, sama ár, að þeirri niðurstöðu að annmarkar hefði verið á málsmeðferðinni og að ekki hefði verið rétt staðið að skipun fjögurra dómara. Í kjölfarið tókst Hæstiréttur Íslands á við það verkefni að meta hvort ágallar á málsmeðferð við skipun dómara hefðu áhrif á réttinn til réttlátrar málsmeðferðar, eins og hann birtist í 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Niðurstaða Hæstaréttar var í stuttu máli sú að svo væri ekki en sú niðurstaða rataði á borð yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu, sem komst að gagnstæðri niðurstöðu.
Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er skilyrði 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu um að skipan dómstóls skuli ákveðin með lögum. Nálgast verður efnið út frá fyrrnefndum dómum Hæstaréttar og Mannréttindadómstóls Evrópu í máli GAÁ g. Íslandi nr. 26374/18. Markmið ritgerðarinnar var að skoða hvernig brot á málsmeðferðarreglum við skipun dómara geti haft áhrif á réttinn til réttlátrar málsmeðferðar. Leitað var svara við spurningunni um hvort Hæstiréttur hefði mátt sjá niðurstöðu Mannréttindadómstólsins fyrir. Einnig var lagt mat á hvað Hæstiréttur hefði mátt gera betur og hvort tilefni sé til breytinga á lögum í kjölfar dóms Mannréttindadómstólsins.
Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að brot á málsmeðferðarreglum við skipun dómara geti í sumum tilfellum talist brot gegn 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Þessari tengingu hafði ekki áður verið gerð góð skil og er það ein helsta niðurstaða þessarar ritgerðar að Mannréttindadómstóllinn hafi útvíkkað skilyrði 1. gr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu um að dómstóla skuli skipa með lögum. Þrátt fyrir þessa nýju þróun er í ritgerðinni færð rök fyrir því að Hæstiréttur hefði í meginatriðum mátt komast að sömu niðurstöðu og Mannréttindadómstóll Evrópu með hliðsjón af tilgangi þeirra reglna sem brotnar voru í skipunarferli dómara við Landsrétt.
In 2017, fifteen judges were appointed to the newly established Court of Appeal. The Supreme Court later concluded that there had been shortcomings in the procedure and that four judges had not been properly appointed. Subsequently, the Supreme Court assessed whether shortcomings in the procedure for appointing judges would affect the right to a fair trial, as it appears in Article 6(1) in the European Convention on Human Rights. In short, the Supreme Court's conclusion was that this was not the case. The Supreme Court's verdict was taken before the European Court of Human Rights, which reached the opposite conclusion.
The topic of this dissertation is the requirement of Article 6.1 of the European Convention on Human Rights that a tribunal must be established by law. The topic was approached from the aforementioned judgments. The aim of the dissertation was to examine how violations of procedural rules in the appointment of judges can affect the right to a fair trial. An answer was sought to the question of whether the Supreme Court could have foreseen the decision of the Human Rights Court. It was also assessed what the Supreme Court could have done different and whether there is a need for legislative changes.
The European Court of Human Rights has ruled that a violation of procedural rules may be considered a violation of Article 6. This connection had not previously been well understood and it is one of the main conclusions of this dissertation that the European Court of Human Rights did broaden the scope of the requirement of a tribunal established by law. Despite these new developments, the dissertation argues that the Supreme Court could have reached the same conclusion as the European Court of Human Rights in view of the purpose of the rules that were violated.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ML-Ritgerð_SKB.pdf | 583,86 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |