is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38696

Titill: 
 • Notkun stjórnmálasamtaka á samfélagsmiðlum í markaðssetningarskyni : hvaða skyldur þarf að uppfylla við notkun stjórnmálasamtaka á samfélagsmiðlum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Notkun stjórnmálasamtaka á samfélagsmiðlum í markaðssetningarskyni: Hvaða skyldur þarf að uppfylla við notkun stjórnmálasamtaka á samfélagsmiðlum?
  Meginmarkmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á þau álitaefni sem geta vaknað í tengslum við notkun stjórnmálasamtaka á samfélagsmiðlum til að beina skilaboðum til notenda miðlanna í aðdraganda kosninga. Gerð verður grein fyrir því hver gegnir hlutverki ábyrgðaraðila og vinnsluaðila. Þá verður gerð grein fyrir hvaða skyldur þarf að uppfylla við notkun stjórnmálasamtaka á samfélagsmiðlum í markaðssetningarskyni. Auk þess verður skoðað til hvaða ráðstafana stjórnmálasamtök þurfi að grípa til svo fullnægjandi persónuvernd sé tryggð samkvæmt lögum nr. 90/2018. Reglugerð (ESB) nr. 2016/679 var innleidd með framangreindum lögum. Til þess að geta greint frá hvaða skyldur stjórnmálasamtök þurfi að uppfylla við notkun á samfélagsmiðla í markaðssetningarskyni þarf að skýra frá gildissviði laga nr. 90/2018. Við afmörkun á gildissviði laganna verða sérstaklega skilgreint hugtökin „persónuupplýsingar“ og „vinnsla“. Fjallað verður almennt um markaðssetningu á samfélagsmiðlum og hlutverk mismunandi aðila sem koma að henni. Stjórnmálasamtök viðhafa mismunandi vinnslu þegar samfélagsmiðlar eru notaðir til að beina markaðsskilaboðum til notenda miðilsins. Því kann niðurstaðan að vera sú að aðilar komi fram í mismunandi hlutverkum. Í því sambandi voru helstu niðurstöður þær að stjórnmálasamtök gegna hlutverki ábyrgðaraðila. Samfélagsmiðlar, auglýsingastofur og greiningaraðilar geta hins vegar gegnt mismunandi hlutverki eftir því hvaða vinnsluaðferð er notuð. Hvað varðar réttarsamband stjórnmálasamtaka og annarra aðila getur því reynt á sjónarmið um sameiginlega ábyrgð. Að lokum verður skoðað hvaða skyldur þurfi að uppfylla við notkun stjórnmálasamtaka á samfélagsmiðlum. Öll vinnsla verður að byggja á heimild í lögum nr. 90/2018. Stjórnmálasamtök geta byggt vinnslu persónuupplýsinga notenda samfélagsmiðla í markaðssetningarskyni á samþykki og lögmætum grundvelli. Helstu niðurstöður voru þær að stjórnmálasamtök þurfi að grípa til ráðstafana til að tryggja að hinir skráðu einstaklingar fái skýra og aðgengilega fræðslu til að vinnsla teljist lögmæt og gagnsæ. Stjórnmálasamtök geti ekki gengið út frá því með vissu að fræðsla samfélagsmiðla sé í samræmi við lög nr. 90/2018.

 • Útdráttur er á ensku

  The use of social media for marketing purposes by political parties: Which obligations must be met for the use of social media by political parties?
  The aim of this essay is to shed light on issues that may arise when political parties use social media to target specific groups of people for upcoming elections. First the different roles of different actors in data processing will be examined, such as the definition of controller or processor. Then, the obligations that political parties must meet when using social media for political campaigning will be analysed. Finally, the adequate level of data protection required according to Act no. 90/2018, which implements Regulation (EU) 2016/679, will further examined. In order to examine which obligations must be met for the use of social media by political parties, the scope of Act no. 90/2018 will be analysed. In that context, the definitions of “personal data” and “processing” will be examined. Then, social media marketing will be discussed and specifically, the roles of relevant actors in that context. Political parties may carry out various processing operations when they use social media for political campaigning, which is why parties may have different roles. Thus, the roles of different actors in this regard will therefore be analysed. The main conclusion in this regard was that political parties are controllers. However, social media, data analysts, and/or ad tech companies can act as a controller or processor depending on which processing operation they carry out. Thus, joint controllership can exist in relation to some of the processing operations for which the political parties and other actors carry out. Finally, the obligations that political parties must meet when using social media will be analysed. Processing of personal data must have legitimate basis in accordance with Act no. 90/2018. The main conclusion of this essay is that political parties need, among other things, to take measures to provide the data subject with information to ensure lawful and transparent processing. Political parties cannot assume that social media provide the data subjects with information according to Act no. 90/2018.

Samþykkt: 
 • 2.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38696


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MLritgerð-lokadrög.pdf1.14 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna