is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38697

Titill: 
 • Aðgerðir gegn peningaþvætti : skyldur fjármálafyrirtækja samkvæmt lögum nr. 140/2018 um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi ber heitið „Aðgerðir gegn peningaþvætti: Skyldur fjármálafyrirtækja samkvæmt lögum nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka“. Í ritgerðinni er gerð ítarlega grein fyrir peningaþvætti þar sem sérstaklega er farið yfir þróun laga er varða peningaþvætti hér á landi sem og þær breytingar sem urðu með gildistöku núgildandi peningaþvættislöggjafar. Einnig er komið inn á alþjóðlegar reglur í málaflokknum, svo sem peningaþvættistilskipanir Evrópusþingsins og ráðsins, og farið yfir alþjóðlegt samstarf á borð við fíkniefnasamninginn, þvættissamninginn, Palermó-samninginn, samning Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu, Egmont-samstarfið og aðgerðahópinn Financial Action Task Force on Money Laundering. Meginviðfangsefni ritgerðarinnar lýtur að því að varpa ljósi á þær skyldur sem hvíla á fjármálafyrirtækjum sem tilkynningarskyldum aðilum samkvæmt lögum nr. 140/2018. Fjármálafyrirtæki hafa miklar skyldur samkvæmt lögunum sem þeim ber að framfylgja og er í því samhengi sérstaklega farið yfir áhættumat og áreiðanleikakannanir viðskiptavina. Tekið var viðtal við sérfræðing hjá fjármálafyrirtæki þar sem markmið viðtalsins var að fá innsýn í framkvæmd þeirra sem starfa við málaflokkinn ásamt því að fá athugasemdir um það sem mætti betur fara. Þá er einnig litið til framkvæmdar áhættumats og áreiðanleikakannana í Bretlandi, Noregi og Danmörku. Farið er yfir störf skrifstofu fjármálagreininga lögreglu hér á landi og tekið viðtal við starfsmann skrifstofunnar en því viðtali var ætlað að svara því hvort núverandi framkvæmd á tilkynningum til skrifstofunnar væri að bera árangur eða hvort mögulega væru of margar tilkynningar að berast til þeirra. Þá var einnig tekið viðtal við starfsmann ríkislögreglustjóra sem kemur að áhættumati hjá embættinu ásamt því að fjallað er um áhættumat ríkislögreglustjóra frá árunum 2019 og 2021 og þá aðferðafræði sem viðhöfð er við gerð áhættumatsins og tekið viðtal við starfsmann ríkislögreglustjóra þar sem m.a. er farið yfir undirbúning áhættumatsins.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis is entitled „Measures against money laundering: obligations of financial undertaking according to act no. 140/2018 on measures against money laundering and terrorist financing.“ The thesis describes in detail money laundering, where special attention is paid to the development of laws concerning money laundering in Iceland, as well as the changes that took place with the entry into force of current money laundering legislation. It also covers international rules in the field,
  such as the European Parliament's and the Council's Money Laundering Directives, and reviews international co-operation such as the Drugs Convention, the Laundering Convention, the Palermo Convention, the United Nations Convention against Corruption, the Egmont co-operation and the Financial Action Task Force on Money Laundering. The main subject of the thesis is to shed light on the obligations of financial undertakings as parties subject to notification according to Act no.
  140/2018. Financial companies have extensive obligations under the law that they are required to enforce, and in this context, risk assessments and customer due diligence are specifically reviewed.
  An interview was conducted with a specialist at a financial company, where the aim of the interview was to gain insight into the implementation of those who work with the issue, as well as to receive
  comments on what could be done better. The implementation of risk assessments and due diligence in the United Kingdom, Norway and Denmark is also considered. The work of the Financial Analysis Office of the police in Iceland is reviewed and an interview is conducted with an employee of the office, which was intended to answer whether the current implementation of notifications to the office was successful or whether they were possibly receiving too many notifications. An interview was also conducted with an employee of the National Commissioner of Police who is involved in the former's risk assessment, as well as a discussion of the National Commissioner of Police's risk assessment from 2019 and 2021, as well as the methodology used in conducting the risk assessment and the preparation of the risk assessment is reviewed.

Samþykkt: 
 • 2.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38697


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML-ritgerd-VSR.pdf633.03 kBLokaður til...01.07.2026HeildartextiPDF
viktoriabeidni.pdf460.33 kBOpinnBeiðni um lokunPDFSkoða/Opna