is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/387

Titill: 
  • Heilsutengd lífsgæði einstaklinga sem komu í Verkjaskólann í Kristnesi árið 2005
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknir tengdar heilsufari og sjúkdómum hafa í auknum mæli beint sjónum sínum að lífsgæðum í stað þess að skoða einungis tölfræði sjúkdóma og dánarmeina. Þetta hefur verið gert til að skapa meira jafnvægi milli lífgæða og árangurs meðferðar og er m.a. gert með mælingum á heilsutengdum lífsgæðum. Langvinnur verkjavandi er útbreitt heilsufarsvandamál og búa einstaklingar með langvinna verki við skert heilsutengd lífsgæði, auk þess sem meðferðarárangur er óviss. Því er nauðsynlegur þáttur í meðferð þeirra einstaklinga að meta og þarfagreina það starf sem sérstaklega er sniðið fyrir þann hóp. Tilgangur rannsóknarinnar er að gera grunnúttekt á heilsufarstengdum gögnum einstaklinga sem eru til meðferðar í Verkjaskólanum í Kristnesi. Það var gert með prófinu Heilsutengd lífsgæði (HL) sem inniheldur 12 undirkvarða tengda heilsufari auk heildar lífsgæða kvarða. Ásamt þessu var bakgrunnsupplýsinga leitað úr sjúkraskám. Þátttakendur voru 35 einstaklingar sem voru í þverfaglegri meðferð árið 2005 og reyndist meirihlutinn vera miðaldra konur með sjúkdómsgreininguna vefjagigt. Settar voru fram þær tilgátur að marktæk aukningu á kvörðum HL-prófsins yrði fyrir og eftir meðferð í Verkjaskólanum og til þess var stuðst við alpha stuðulinn 0,05. Niðurstöðurnar benda til þess að þverfagleg meðferð sem veitt er í Verkjaskólanum skili þeim sem þangað koma verulegum árangri og þar með bættari heilsutengdum lífsgæðum. Það sýndi sig að meðferðin skilaði mestum árangri á heildar kvarða lífsgæða á HL-prófinu ásamt kvörðunum þreki, depurð og verkjum. Frekari rannsóknir ásamt þýðingu og niðurstöður rannsóknarinnar eru ræddar.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2006
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/387


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
heilsut.pdf2.16 MBTakmarkaðurHeilsutengd lífsgæði einstaklinga sem komu í Verkjaskólann í Kristnesi árið 2005 - heildPDF
heilsut-e.pdf236.96 kBOpinnHeilsutengd lífsgæði einstaklinga sem komu í Verkjaskólann í Kristnesi árið 2005 - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
heilsut-h.pdf135.85 kBOpinnHeilsutengd lífsgæði einstaklinga sem komu í Verkjaskólann í Kristnesi árið 2005 - heimildaskráPDFSkoða/Opna
heilsut-u.pdf116.85 kBOpinnHeilsutengd lífsgæði einstaklinga sem komu í Verkjaskólann í Kristnesi árið 2005 - útdrátturPDFSkoða/Opna