is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38703

Titill: 
  • Þátttaka barna og ungmenna með CP í íþróttum samanborið við önnur/ófötluð börn: Megindleg þversniðsrannsókn (e. Cross-sectional study)
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Cerebral Palsy (CP) er algengasta orsök líkamlegrar fötlunar hjá börnum í heiminum. Á Íslandi er algengi CP 2,2 á hverjar 1000 fæðingar. Sýnt hefur verið fram á að börn og ungmenni með CP taka almennt minna þátt í líkamlegri virkni en ófötluð börn ásamt því að búa yfir minna loftháðu og loftfirrtu þoli en ófötluð börn. Markmið þessarar rannsóknar er að meta þátttöku barna og ungmenna sem taka þátt í CP eftirfylgni (CPEF), sem byggt er á sænska eftirfylgniskerfinu CPUP, í íþróttastarfi innan og utan skóla. Einnig var skoðað hvaða þættir hafa áhrif á þátttöku í íþróttastarfi.
    Gögn úr CPEF voru notuð við gerð þessarar rannsóknar en þau eru hýst í sænska gagnagrunninum CPUP. Notast var við spurningar í CPEF varðandi þátttöku í íþróttum innan og utan skóla ásamt breytunum aldur, kyn og grófhreyfifærniflokkun (GMFCS). Myndræn tölfræði á vefsíðu ÍSÍ (Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands) var notuð til að fá samanburð á íþróttaiðkun utan skóla milli ófatlaðra/barna og barna sem taka þátt í CPEF.
    Börn og ungmenni með CP, sem taka þátt í CPEF, stunda færri íþróttagreinar að jafnaði en önnur/ófötluð börn. Undantekning er þó frá því meðal 10-12 ára stúlkna með CP en þær stunda að jafnaði 1.75 íþróttagreinar á móti 1.54 hjá ófötluðum stúlkum. Þá sýna niðurstöður að hærra hlutfall barna með CP í grófhreyfifærniflokki „II“ stunda íþróttir utan skóla (92%) heldur en innan skóla (69%).
    Börn í grófhreyfifærniflokki „II“, sem geta yfirleitt gengið án hjálpartækja, taka meiri þátt í íþróttum utan skóla en innan skóla. Þetta gefur til kynna að börnin/ungmennin sem eru fær um að taka virkan þátt í íþróttum innan skóla standi andspænis hindrunum þegar kemur að skólaíþróttum. Sjúkraþjálfarar geta haft áhrif á þátttöku í íþróttastarfi innan skóla með því að huga að ráðgjöf og fræðslu til skóla og forráðamanna barna með CP.

Samþykkt: 
  • 2.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38703


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þátttaka barna og ungmenna í íþróttastarfi- Ný útfága.pdf1.21 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
194355412_171554994977162_986120165216482819_n.jpg85.72 kBLokaðurYfirlýsingJPG