Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38706
Lestur er sennilega ein flóknasta aðgerð sem einstaklingar, og þá fyrst og fremst börn, þurfa að ná tökum á yfir ævina. Það að læra lesa krefst þjálfunar en þó er einstaklingsmunur á því hversu mikla fyrirhöfn þarf. Á meðan sum börn hafa lítið fyrir lestrarnámi getur það verið átakanleg og erfið reynsla fyrir önnur börn. Rannsóknir hafa sýnt fram á að börn sem eiga erfitt uppdráttar í lestrarnámi á fyrstu árum skólagöngunnar eru líklegri en önnur til að glíma við lestrarerfiðleika út ævina. Þökk sé fjölda rannsókna á lestri sem framkvæmdar hafa verið undanfarna áratugi er hægt að grípa inn í með kennslu sem byggir á niðurstöðum skimunarprófa og forspárþáttum lestrar.
Menntamálastofnun hefur hannað stuðningskerfi fyrir kennara og fagfólk til þess að meta læsi og koma auga á börn með lestrarerfiðleika. Meðal þeirra er stuðningskerfið Leið til læsis sem byggir á lesskimunarprófi sem lagt er fyrir 1. bekk ár hvert. Lesskimunarprófið er þrískipt og er notað til að leggja mat á málþroska, bókstafaþekkingu og hljóðkerfisvitund. Annað matstæki á vegum Menntamálastofnunar er Lesferill og er það notað til að meta grunnþætti læsis. Prófin sem stuðst er við í Lesferli eru ýmist skimanir eða stöðupróf þar sem staða nemanda er metin miðað við jafnaldra þeirra á landsvísu. Lesfimiprófið er aðgengilegt öllum grunnskólum og hafa nemendur í 1.-10. bekk möguleika á því að taka prófið. Alls tóku 21.005 nemendur lesskimunarprófið Leið til læsis á árunum 2011-2018 og lesfimipróf Lesferils 2016-2018. Þar sem gögnin innihéldu engin persónuauðkenni er þó ekki vitað hve margir nemendur tóku lesfimipróf Lesferils oftar en einu sinni.
Markmið þessarar rannsóknar var að kanna greiningarhæfni lesskimunarprófs Leið til læsis með aðferðum merkjagreiningar (e. signal detection). Prófið var fyrst lagt fyrir veturinn 2016/2017 og var því notast við undirþætti lesfimiprófsins Lesferils til samanburðar. Enn fremur var fundinn þröskuldur þess viðmiðspunkts (e. cut score) sem ákjósanlegt væri að nota til að ná utan um sem flesta nemendur með lestrarvanda.
Með skimunarprófum, setningu lesfimiviðmiða og væntanlegum viðmiðum um lesskilning og ritun er stuðlað að bættu læsi hjá börnum og ungmennum í skólakerfinu. Þannig gefst kostur á að fylgjast grannt með framförum þeirra og auka líkur á því að sem flestir geti aflað sér menntunar í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru í nútímasamfélagi.
Reading is one of the most difficult skills that people, particularly children, must master throughout their lives. This is a skill that children must study and practice in order to attain mastery. While learning to read comes naturally to some children, it can be a difficult and even painful experience for others. According to multiple studies, children who struggle to learn to read during the first years of school are more likely than other pupils to struggle with issues and problems related to reading later in life. Thanks to a large body of research that has been conducted on the subject of literacy in the past few decades, it is possible to intervene at this crucial time with screening based teaching and reading foresight.
Menntamálastofnun has designed support tools and systems to assist teachers and other professionals to evaluate literacy levels and identify children with reading difficulties. Among those tools is the Leið til Læsis system which is a literacy evaluation test that is taken by all first grade pupils every year. The test is split into three parts; language development, letter recognition and phonological awareness. Lesferill is another evaluation tool developed by Menntamálastofun. Its primary objective is to evaluate the fundamental elements of literacy. The tests conducted under the Lesferill framework are either screenings or tests intended to test current literacy levels and pupils‘ results are compared and evaluated against the results of their peers across the country.The tests are accessible to all primary schools and pupils from first grade through the tenth grade can take them. Between 2011 and 2018, 21,005 pupils took the Leið til læsis test and Lesferil‘s Lesfimi test between 2016 and 2018. It is not known how many pupils took the Lesfimi test more than once since the data does not contain any personal information.
The objective of this study is to look at and analyse the screening abilities of Leið til læsis screening test using the signal detection methodology with Lesferil‘s literacy test as a benchmark. Since Lesferil‘s literacy test started being utilised in the winter of 2016/2017, it is worth comparing it against the Leið til læsis screening test to evaluate its ability to identify pupils with reading difficulties. The aim was to attain the best cut score in order to identify most pupils with literacy and reading difficulties.
With screening tests, literacy standards and benchmarks for reading comprehension and writing it is possible to increase children‘s and young adult‘s literacy levels and monitor their progress. By doing so it is possible to increase the chances that as many individuals as possible will be able to get an education level that is needed in modern society.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BHI_RBI_BS-ritgerð_2021.pdf | 822.59 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
67C639B8-617E-477F-B1C5-E4DF3377A72D.jpeg | 472.69 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |