Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38708
Þessi ritgerð fjallar um auglýsingaherferðina Komdu að kenna sem auglýsti kennaranám árið 2017. Framkvæmd var rannsókn til þess að athuga hvort nýnemar við Kennaradeild Háskóla Íslands hefðu tekið eftir umræddri auglýsingaherferð. Komdu að kenna var stofnað þegar umræða um yfirvofandi grunnskólakennaraskort stóð sem hæst haustið 2016 en þá hafði einnig verið rætt um skort á leikskólakennurum um árabil.
Ýmis verkefni hafa verið sett á fót með það að markmiði að fjölga kennaranemum, ýmist af Menntavísindasviði Háskóla Íslands einu og sér eða í félagi við aðra hagsmunaaðila. Komdu að kenna hefur þá sérstöðu að vera keyrt áfram nær eingöngu af nemendum. Kennaraskortur, líkt og sá sem er yfirvofandi núna, er ekki nýr af nálinni en umræðan hefur á undanförnum misserum sýnt að miðað við nýliðun í kennarastéttinni verða ekki nógu margir kennarar við skóa landsins á næstu árum.
Erfitt getur verið að leggja mat á gagn markaðsstarfs, því var lögð fyrir spurningakönnun til allra þeirra sem hófu heildstætt kennaranám við Háskóla Íslands árið 2017. Spurt var hvort nýnemar við Kennaradeild hafi tekið eftir auglýsingaherferðinni Komdu að kenna. Rétt er að taka fram að þegar er talað um kennaranám er átt við grunn- og leikskólakennaranám. Ekki verður fjallað ítarlega um framhaldsskólakennara.
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að um 70% nemenda sem hófu fimm ára kennaranám haustið 2017 þekki til eða hafi heyrt um auglýsingaherferðina Komdu að kenna. Höfundur túlkar þær niðurstöður sem hvatningu til að halda áfram kynningarstarfi á kennaranámi og starfi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hjörvar Gunnarsson.Komduaðkenn.B-ed..pdf | 307.1 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Hjörvar_Yfirlýsing með lokaverkefni.pdf | 388.99 kB | Lokaður | Yfirlýsing |