is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38709

Titill: 
 • Nálgunarbann og brottvísun af heimili : uppfyllir íslensk löggjöf og framkvæmd ákvæði og markmið Istanbúl-samningsins?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið ritgerðarinnar er að staðfæra hvort íslensk löggjöf og framkvæmd varðandi nálgunarbann og brottvísun af heimili nr. 85/2011 uppfylli ákvæði og markmið Istanbúl-samningsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi, varðandi brottvísun í neyð, nálgunarbann og aðra verndarúrskurði. Til að gera grein fyrir mikilvægi þessara úrræða í tengslum við ofbeldi gegn konum verður fyrst farið yfir skilgreiningar, afleiðingar og birtingarmyndir ofbeldis í nánum samböndum. Þá verður Istanbúl-samningnum gerð góð skil og því næst farið yfir aðdraganda og þróun löggjafar um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Að lokum verður dómaframkvæmd síðustu ára skoðuð og litið til hinna Norðurlandanna varðandi sambærilega löggjöf, þróun og framkvæmd.
  Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að úrræðunum um nálgunarbann og brottvísun af heimili má beita mun oftar en gert er nú þegar. Istanbúl-samningurinn tekur ofbeldi gegn konum mjög alvarlega og GREVIO, eftirlitsnefnd með Istanbúl-samningnum á vegum Evrópuráðsins, hefur gagnrýnt nágrannalönd okkar fyrir framkvæmd þeirra á samningnum, að þau gangi ekki nógu langt í að veita konum vernd gegn ofbeldi. Markmiðið með úrræðunum er að skapa fjarlægð á milli geranda og þolanda því það er talið vera ein áhrifaríkasta leiðin til að tryggja öryggi þolenda heimilisofbeldis. Öryggi þolanda skal vera í fyrirrúmi þegar gripið er til þeirra ráðstafana sem samningurinn gerir ráð fyrir. Til að hægt sé að auka notkun úrræðisins um brottvísun af heimili, þarf að efla fræðslu til almennings um tilvist úrræðanna og auka þekkingu lögreglu og dómstóla á eðli og afleiðingum þeirra brota sem krefjast þess að þessum úrræðum sé beitt. Þá þurfa að vera tiltækir gististaðir utan heimilis og meðferðarúrræði til að hætta að beita ofbeldi fyrir hina brottviknu.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this thesis is to establish whether Icelandic legislation and practice regarding restraining order and expulsion from home nr. 85/2011 fulfills the provisions and objectives of the Istanbul Convention on Prevention and Combating Violence agains Women and Domestic Violence, regarding emergency barring orders and restraining or protection orders.
  To understand the importance of these measures in relation to violence against women, the definitions, consequences and manifestations of violence in intimate partner violence will first be reviewed. Next, the Istanbul Convention will be explained, followed by a review of the background and development of legislation on restraining order and expulsion from home in Iceland. Finally, the case law of recent years will be examined and the other Nordic countries will be examined for similar legislation, development and implementation.
  The main conclusion of this thesis is that the measures of restraining order and expulsion from home should be applied much more than is already done. The Istanbul Convention takes violence against women very seriously, but GREVIO, the Monitoring Commitee on the Istanbul Convention under the auspices of the Council of Europe, has critized the Nordic countries for their implementation on the Convention, saying that they do not go far enough in protecting women from violence. The purpose of these measures is to create a distance between the perpetrator and the victim, as that is considered to be one of the most effective ways to ensure the safety of victims of domestic violence. The safety of the victim shall be a priority when taking the measures provided for in the contract. In order to increase the use of the expulsion measures, the public needs to be aware that they exist and an out-of-home accommodation and treatment must be made available for the perpetraitor.

Samþykkt: 
 • 3.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38709


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Arna Björg Jónasdóttir_lokaskil.pdf941.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna