is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38714

Titill: 
  • Áhrif Stýrðrar kennslu og fimiþjálfunar á færni nemenda í fyrsta bekk í stærðfræði
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að meta áhrif námsefnis í stærðfræði sem byggir á aðferðum Stýrðrar kennslu (e. Direct Instruction) og fimiþjálfunar (e. Precision Teaching). Námsefnið var þróað í Morningside skólanum í Bandaríkjunum og er ætlað að efla færni barna á mismunandi getustigum til þess að leysa orðadæmi í stærðfræði. Margfalt grunnlínusnið yfir þátttakendur var notað til þess að meta frammistöðu þátttakenda í námsefninu og árangur af íhlutun kennsluhandritsins. Þátttakendur voru fjögur sex ára börn sem hafa öll, hingað til, sýnt eðlilega námsframvindu. Niðurstöður sýndu að allir nemendur bættu sig eftir að inngrip var innleitt en enginn þeirra náði þó fullum tökum á námsefninu á því tímabili sem rannsóknin stóð yfir. Það gefur til kynna að Stýrð kennsla hafi jákvæð áhrif á námsárangur nemenda í stærðfræði og að mikilvægt sé að meta námsefnið frekar á meðal fleiri nemenda.

Samþykkt: 
  • 3.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38714


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS-Verkefni Ásta Guðrún_lokalokaútgáfa_skemma2.pdf382.56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf447.7 kBLokaðurYfirlýsingPDF