Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/38719
Lokaverkefnið felur í sér að endurhanna tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu. Neðri hæð úr steinsteypu og efri hæð úr léttum byggingarefnum. Borgarsíða 37 á Akureyri var haft til hliðsjónar við verkið. Verkefnið samanstendur af skýrslu og teikningasetti. Teikningasett inniheldur uppdráttarskrá, aðaluppdrætti, skráningartöflu og séruppdrætti. Í skýrslunni kemur fram verklýsing, tilboðsskrá, kostnaðaráætlun og útreikningar á burðarþoli, varmatapi, lögnum og loftun þaks.