Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3872
Eitt þeirra álitaefna sem þarf að skoða varðandi EES-samninginn er reglan um forgangsáhrif EES-réttar, sem birtist í bókun 35 við samninginn. Í upphafi verður farið yfir reglurnar um forgansáhrif og bein réttaráhrif eins og þær birtast í bandalagsrétti. Þá verður farið yfir stöðu EES-samningsins og bókunar 35, þar sem kveðið er á um skyldu aðildarríkjanna til að veita innleiddum reglum EES-réttar forgang fram yfir ákvæði landsréttar, sem eru þeim ósamrýmanleg. Hér á landi er það 3. gr. laga nr. 2/1993 (hér eftir skammst. eesl.) sem ætlað er að fullnægja bókun 35 við EES-samninginn. Úrlausnir EFTA-dómstólinn verða skoðaðar, sem og hvernig bókun 35 kemur fram í norskum rétti. Gerð verður grein fyrir skýringarreglunni og sýnt hvernig hún tekur við þar sem 3. gr. eesl., sbr. bókun 35 sleppir.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ingunn_Hilmarsdottir_fixed.pdf | 379,07 kB | Lokaður | Heildartexti |