is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38720

Titill: 
  • Áhrif aldurs á lungnastarfsemi, öndunarhreyfingar og líkamsþol eftir Nuss aðgerð: Forkönnun
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Holubringa er algengasta aflögun brjóstkassans. Algengi hennar er 1% og birtist oftar hjá drengjum en stúlkum. Holubringa er ekki einungis útlitsgalli þar sem hún getur haft áhrif á starfsemi líkamans. Eina leiðin til að lagfæra holubringu er að gangast undir aðgerð og hefur Nuss aðgerðin reynst vel til þessa.
    Markmið: Kanna tengsl milli aldurs karlmanna sem fóru í Nuss aðgerð og útkomu á lungnastarfsemisprófi, mælingum á öndunarhreyfingum og líkamsþoli. Aðferð: Þátttakendur voru 18 karlmenn á aldrinum 12-24 ára sem gengist höfðu undir Nuss aðgerð til leiðréttingar á holubringu á árunum 2009-2011. Rannsóknin var afturvirk þverskurðsrannsókn og vegna smæðar úrtaks var engum tölfræðiaðferðum beitt. Engar mælingar voru framkvæmdar fyrir þessa rannsókn en notast var við gögn úr fyrri rannsókn. Lungnastarfsemin var mæld með Spiro 2000 v. 1,8, öndunarhreyfingar voru mældar með ÖHM – Andra mæli og líkamsþol var mælt með Åstrand prófi. Vegna fárra þátttakenda var ekki hægt að beita tölfræði, en greint frá breytingum á lungnastarfsemi, öndunarhreyfingum og líkamsþoli einstaklinga í úrtakinu.
    Niðurstöður: Af 18 þátttakendum samþykktu sex þátttöku, ekki náðist að hafa uppi á tveimur og tíu svöruðu ekki. Aldur þátttakenda var á bilinu 14-18 ára, Haller Index á bilinu 3 - 5,4 og BMI stuðull frá 18,4 - 21. Lungnastarfsemi batnaði hjá þremur þátttakendum eftir Nuss aðgerð en versnaði hjá þremur. Við mælingu á öndunarhreyfingum voru 4 af 6 með minni heildar öndunarhreyfingar í hvíld en 4 af 6 með auknar öndunarhreyfingar í djúpri öndun. Tveir elstu þátttakendurnir voru með auknar öndunarhreyfingar bæði í hvíld og djúpri öndun. Líkamsþol var ýmist betra eða verra en þrír þátttakendur voru með óbreytt líkamsþol, tveir fóru upp um flokk og einn fór niður um flokk.
    Ályktun: Engar marktækar niðurstöður fengust úr þessari rannsókn og því var ekki var hægt að áætla áhrif aldurs leiðréttingar á holubringu en þörf er á frekari rannsóknum til að kanna það.

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Pectus excavatum is the most common type of chest deformity, with frequency of 1%. The sex ratio is not equal, it is male - biased. Pectus excavatum does not only affect the way that a person looks but it affects the body function as well. Pectus excavatum can be repaired by procedure and it has proven the Nuss procedure to be successful.
    Objective: The purpose of this study was to explore how age affects males that underwent Nuss procedure with respect to pulmonary function, respiratory movements and endurance. Method: Participants were 18 men aged 12-24 who had undergone the Nuss surgery in the years 2009 – 2011. This was a retrospective cross – sectional study and no statistical analysis was performed due to small sample size. No measurements were done in this study but data from a previous research was used. Pulmonary function was measured with Spiro 2000 v. 1,8, respiratory movements were assessed with Respiratory Movement Measuring Instrument, RMMI and exercise tolerance was measured with Åstrand test. Seeing that the sample size was too small no statistical analysis were made instead changes in pulmonary function, respiratory movements and endurance were reported.
    Results: Of the 18 individuals, six agreed to participate, two were unaccounted for and ten didn't respond. The age of the participants in this experiment were in the range of 14 – 18 years, Haller Index was in the range of 3 – 5,3 and BMI was in between 18,4 – 21. The pulmonary function improved in three participants after the Nuss procedure but three got worse. Respiratory movements improved during deep breathing for 4 out of 6 participants but got worse for 4 out of 6 participants during quiet breathing. In terms of endurance, there was nothing that stood out. Three participants were still in the same group, two went up a group and one went down.
    Conclusion: Further research is necessary, since the results were non-significant and therefore it was not possible to estimate how age affects pulmonary function, respiratory movements and endurance outcome in this study.

Samþykkt: 
  • 3.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38720


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð - lokaskil - Sigrún Gunnarsdóttir.pdf744,03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman yfirlýsing 1.pdf232,05 kBLokaðurYfirlýsingPDF