is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38724

Titill: 
  • Titill er á ensku Effects of different preservation methods on antioxidant activity in Icelandic crowberry (Empetrum nigrum spp. hermaphroditum)
  • Áhrif mismunandi varðveisluaðferða á andoxunarvirkni í íslenskum krækiberjum (Empetrum nigrum spp. hermaphroditum)
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Markmið með rannsókn þessari var að mæla fjölfenóla í íslenskum krækiberjum (Empetrum nigrum spp. hermaphroditum) og mismunandi útdráttar- og varðveisluaðferðir bornar saman. Fimm mismunandi styrkir etanóls í vatni voru prófaðir til að finna út hvaða hlutföll af vatni og etanóli draga mest af fjölfelónum úr sýnunum. Lausnin með 75% etanóli með 25% afjónuðu vatni skilaði bestu niðurstöðunni og var sá styrkur notaður í rannsókninni. Að afvirkja prótín sem sjá um niðurbrot er vinsæl aðferð innan matvælageirans og er mikið notuð fyrir grænmeti og ávexti til að auka geymsluþol og minnka tap á næringarefnum. Þetta er svokölluð snögghitun og var mismunandi tími, 0-4 mínútur, borinn saman eftir varðveislu í 2 mánuði og svo 12 mánuði. Þá var skoðað hvort betra væri að geyma berin heil eða skipt í safa og hrat við -24°C á árs tímabili. Krækiber (Empetrum Nigrum) vaxa á krækilyngi og hafa verið partur af íslensku mataræði frá landnámi en berin eru svört og safarík eftir gott sumar. Þau eru útbreidd um land allt og talin í hópi fyrstu landnemanna eftir ísöld, þegar þau fundust í 10.800 ára gömlum jarðlögum. Fyrstu heimilidir um notkun krækilyngs eru frá því 1204. Úr þeim hafa verið gerð jurtaseyði eða söft sem eru mjög barkandi og þóttu góð við særindum og blæðingum í meltingarvegi. Þau voru einnig notuð til að stilla af hægðir hjá börnum. Berin eru næringarrík en engar rannsóknir eru til á íslenskum krækiberjum, lækningarmætti þeirra og varðveislu. Þau eru hægsprottin í köldu íslensku lofti og hreinni nátturu, með mikið af lífvirkum efnum sem fróðlegt er að vita hvort ekki sé hægt að nýta betur sé réttum aðferðum beitt. Folin-Ciocalteu prófefni var notað til mæla lífvirkni safa og hrats þar sem þriggja mínútna snögghitun varðveitti fjölfenól í hrati, sem var geymt aðskilið frá safa, best. Að aðskilja hratið frá safanum eftir snögghitun og geyma sér kom best út fyrir fyrir hratið en ómarktækur munur var á sýnum úr safa þar sem tveggja mínútna snögghitun varðveitti fjölfenóla best og skipti ekki máli hvort berin voru geymd heil eða skipt í hrat og safa fyrir varðveislu.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study was to measure polyphenols in Icelandic crowberries (Empetrum nigrum spp. hermaphroditum) and compare different extraction and preservation methods. Different concentrations of ethanol in aqueous solution were used to find the best extraction ratio of ethanol and deionized water which was 75% ethanol and 25% ionized water. Different blanching times, to deactivate destructive proteins, was also compared. Berries were added to a boiling water for 0-4 minutes. It was also evaluated whether it was better to store the berries whole or divided to juice and pulp by slow juicer before storage at, -24° C, over the period of one year. Crowberries (Empetrum nigrum) grow on low bushes and have been part of the Icelandic diet since settlement. The berries are black and juicy after a good summer. They are widespread throughout the country and considered to be among the first settlers after the Ice Age, but it was found in 10,800-year-old strata and the first households for the use of crowberries are from the year 1204. Herbal extracts or juices have a long history in Iceland. They are very astringent and thought to help with gastrointestinal pain and bleeding and used to adjust bowel movements in children. They are nutritious but no research is available about Icelandic crowberries, their healing power and preservation. Crowberries are slowly grown in cold Icelandic atmosphere and clean nature, with a great deal of bioactive substances and other nutrients. Therefor it is of great importance to know if some methods can be utilized to preserve their nutrients. The Folin-Ciocalteu method was used to measure the polyphenols of juice and pulp where 3 minutes blanching had the greatest preservation yield in pulp preserved separated from juice, both after 2, and 12 months in freezer. For juice, 2 minutes blanching gave the best polyphenol preservation yield and there was a little difference (<.05) in juice whether it was from berries preserved whole or if juice and pulp were separated prior to freezing.

Samþykkt: 
  • 3.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38724


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SifGrondalMScThesis2021.pdf1.39 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Scan_20210603.pdf14.44 MBLokaðurYfirlýsingPDF