is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3874

Titill: 
 • Er háskólamenntun í öllum tilfellum hagnýt fjárfesting : Prismanámið sem tilviksrannsókn
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Fyrsti kafli ber yfirskriftina Þekkingarhagkerfið, þar sem fjallað er um hugtakið
  hagnýtingu og hvaða gildi það hefur í samhengi við íslenskt menntakerfi. Spurningum á
  borð við „getur hagvöxtur alltaf af sér hagsæld?“ eru bornar upp og ólíkar tegundir
  auðmagns reifaðar, einkum auðmagnstegundakenning Pierre Bourdieu. Í undirkaflanum
  Hagnýting menntunar, er varpað ljósi á gildi menntunar og hagsmunaárekstra milli
  einstaklinga og samfélagsheildar.
  Í öðrum kafla, Kenningar um mannauð, er fjallað um mannauðskenningu Adam
  Smith og fleiri gagnrýniskenningar á móti henni. Einnig er fjallað um áhrif
  umframmenntunar mannauðs, á einstaklinga jafnt sem atvinnumarkað auk þess sem
  fjallað er um lagskiptan vinnumarkað. Í þriðja kaflanum, Menntun og atvinnulíf er rætt
  um verðmætasköpun þjóða og tilgreindir framleiðsluþættir til verðmætasköpunar.
  Jafnframt er fjallað um mannauðssköpun, gildi mannauðs og menntunar, þar sem
  nýsköpun er vaxandi í atvinnulífinu. Ólík sjónarmið eru reifuð um tengsl menntunar við
  atvinnulíf og fjallað er um ólíkar forsendur atvinnuráðninga og gildi starfsferilsskrár.
  Hinum ýmsu spurningum er velt upp, samanber „eru störf veitt á réttlátan hátt?“ og
  „hverju fara atvinnurekendur eftir við val sitt á starfsmönnum?“ Þarna er aftur rætt um
  hagsmunaárekstra, í þessu tilfelli hagsmuni einstaklinga og atvinnumarkaðs.
  Fjórði kafli er undir yfirskriftinni Þekkingarsamfélag, þar sem fjallað er um þróun
  háskólasamfélagsins og markaðsvæðingu háskólanna. Aukið framboð og eftirspurn er á
  háskólanámi, þar sem sífellt fleiri sjá hag sinn í aukinni menntun. Velt er upp spurningum
  á borð við „hvert hlutverk og stefnumótun háskóla er“. Að lokum er svo fjallað um
  stofnanavald og valdbeitingu innan háskólasamfélagsins. Í fimmta kafla, Háskólagreinar,
  verða rekin áhrif markaðsvæðingar á þróun háskólagreina, sérstaklega er fjallað um
  þverfagleika og aukin umsvif hans innan háskólans. Menningarfræði og söguleg þróun
  hennar er í framhaldi af því rakin og hlutverk gagnrýnar og skapandi hugsunar sem hafa
  fengið sífellt meira vægi.
  Sjötti kafli ber heitið „Hedónísk fræði“ og fjallar um umbun og refsingu
  menntakerfisins, þar sem nemendur eru hvattir til að mennta sig til þess að fá
  viðurkenningu og forðast refsingu. Spurningar á borð við „á hvaða forsendum stundar fólk nám?“ og „hvað einkennir góða kennslu?“ vakna í þeim kafla. Í undirkaflanum
  „Skemmtinám“ er hugsanlega að finna nýjan vísi að námi, svokölluðu „Skemmtinámi“
  eða „edu-tainment“. Í framhaldi af því er svo rætt um smekk og námsval, þar sem
  hugtökin tengjast að talsverðu leyti. Einnig verður spurningum velt upp eins og „Hversu
  mikið val höfum við?“ og „hvað með allt hitt sem er ekki í boði?“
  Í sjöunda kafla er sú aðferðafræði kynnt sem beitt var við rannsóknina. Hóp
  þátttakenda er lýst, jafnt sem framkvæmd og gagnaöflun. Í áttunda kafla er Prismanáminu
  lýst gaumgæfilega. Hugmyndin að baki Prisma er rakin sem og tildrög námsins. Leitast er
  við að lýsa aðstæðum, umhverfi, verkefnum og fleiru sem snýr að náminu skilmerkilega.
  Að lokum er svo gagnagreining á viðtölum og niðurstöður kynntar í lokin

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
 • 5.10.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3874


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
sesselja_fixed.pdf259.28 kBLokaðurMeginmálPDF