is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38755

Titill: 
  • Áhrif fjarvinnu á drifkraft starfsfólks og viðhorf til fjarvinnu í framtíðinni : innsýn í fyrirtækið Alvotech og almenn rannsókn á viðfangsefninu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Við gerðum rannsókn á drifkrafti starfsfólks með tilliti til fjarvinnu vegna heimsfaraldursins Covid-19 og viðhorfi þess og stjórnenda til fjarvinnu í framtíðinni. Fjarvinna hefur aukist gríðarlega síðastliðið ár vegna Covid-19. Áhugi stjórnenda á drifkrafti starfsfólks hefur aukist undanfarin ár. Þessi aukni áhugi er talinn vera vegna þess að sýnt hefur verið fram á að drifkraftur starfsfólks auki árangur fyrirtækja. Rannsóknarspurningin sem leitað var svara við er: Hvernig hefur fjarvinna áhrif á drifkraft starfsfólks og hvert er viðhorf þess og fyrirtækja til fjarvinnu í framtíðinni?
    Framkvæmd rannsóknarinnar var tvískipt þar sem eigindlegum og megindlegum rannsóknaraðferðum var beitt. Eigindlegi hlutinn var í formi viðtals við einn af háttsettum stjórnendum Alvotech en einnig var notast við fyrirliggjandi spurningakönnun sem Alvotech sendi starfsfólki sínu þar sem viðhorf þess til fjarvinnu var kannað. Megindlegi hlutinn var í formi spurningakönnunar sem send var á Facebook síður höfunda og voru þátttakendur 131.
    Niðurstöður leiddu í ljós að almennt er jákvætt viðhorf til fjarvinnu í framtíðinni. Mjög svipaðar niðurstöður voru úr báðum hlutum rannsóknarinnar. Jákvæð fylgni fannst á milli þeirra sem höfðu áhuga á því að vinna í fjarvinnu að einhverju leyti og þeirra sem höfðu mikinn drifkraft í starfi. Stjórnandinn hjá Alvotech taldi að fjarvinna hefði að mestu leyti jákvæð áhrif á drifkraft starfsfólks en nefndi að til staðar væru þó bæði tækifæri og ógnanir. Stærsta tækifærið sem fjarvinna býður upp á er sveigjanleiki í starfi. Það er einmitt sá þáttur sem flestir þátttakendur megindlegu könnunarinnar töldu hafa áhrif á drifkraft sinn í starfi.
    Efnisorð: Fjarvinna, drifkraftur starfsfólks, sveigjanleg vinna, viðhorf til fjarvinnu, Covid-19.

Samþykkt: 
  • 7.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38755


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc-Ritgerð-Alexandra_Ragna.pdf1.92 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna