is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38758

Titill: 
  • Áhrif styttingar vinnuvikunnar á framleiðni vinnuafls og íslenskan þjóðarbúskap : er nauðsynlegt fyrir Íslendinga að vinna eins mikið og þeir gera?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar er að skoða hvaða þýðingu stytting vinnuvikunnar hefur á framleiðni vinnuafls og íslenskan þjóðarbúskap. Rýnt er í sögulega þróun framleiðni og vinnutíma til að leggja nánara mat á áhrif styttingar vinnuvikunnar. Íslendingar hafa í gegnum tíðina unnið meira en nágrannaþjóðir en aftur á móti er framleiðni fremur lág. Þegar samband framleiðni og vinnutíma er rannsakað kemur í ljós neikvæð fylgni þeirra á milli. Því er áhugavert að skoða hver þróun framleiðni vinnuafls verður þegar stytting vinnuvikunnar hefur verið innleidd. Jafnframt er vert að skoða hversu mikið framleiðni þarf að aukast til að koma í veg fyrir mögulegt framleiðslutap þjóðarinnar í kjölfar vinnutímastyttingarinnar. Ýmsar aðrar þjóðir hafa ráðist í aðgerðir sem stuðla að styttri og sveigjanlegri vinnutíma. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á aðgerðum sem slíkum sýna meðal annars fram á aukna starfsánægju, bætta heilsu og vöxt í framleiðni vinnuafls. Jafnframt eru kenningar og rannsóknir til stuðnings sem sýna fram á að lengri vinnutími hafi neikvæð áhrif á velferð og framleiðni vinnuafls.

Samþykkt: 
  • 7.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38758


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif styttingar vinnuvikunnar á framleiðni vinnuafls og íslenskan þjóðarbúskap.pdf3.8 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna