is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38761

Titill: 
  • Virðismat á fasteignamarkaðinum með notkun aðhvarfsgreiningar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Virðismat er huglægt mat á virði eignar og eru því ekki nákvæm vísindi. Fasteignir eru virðismetnar á marga mismunandi vegu en meðal algengustu aðferðanna er CAPM. Þrátt fyrir gagnrýni á CAPM er erfitt að ímynda sér útreikning eiginfjárkostnaðar án CAPM. Mörg fyrirtæki sem notast við CAPM í útreikningum eiginfjárkostnaðar styðjast við gögn frá dr. Damodaran, einum helsta sérfræðingi er varðar fjármál fyrirtækja og gerð virðismats.
    Þessari rannsókn er skipt í tvennt, annars vegar megindleg rannsókn og hins vegar eigindleg rannsókn. Megindlega rannsóknin gengur út á að finna nákvæmara virði WACC á fasteignum með línulegri aðhvarfsgreiningu til að meta betu á íslenska fasteignamarkaðinum. Eigindlega rannsóknin gengur út á að skoða aðferðir fasteignafélaganna Eikar, Reita og íbúðafélagsins Ölmu til að virðismeta fasteignir. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að línulegu aðhvarfsgreiningarnar sýndu fram á töluvert lægra WACC en er notað í virðismati fasteignafélaga á Íslandi, en marktæki niðurstaðanna var takmarkað. Eigindlega rannsóknin sýndi fram á að bæði Alma og Eik notuðust við gögn frá dr. Damodaran við útreikninga sína í CAPM. Reitir notuðu CAPM til stuðnings við sínar niðurstöður á eiginfjárkostnaði.

Samþykkt: 
  • 7.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38761


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Virðismat á fasteignamarkaðinum með notkun aðhvarfsgreiningar.pdf906.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna