is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38763

Titill: 
  • Kvikmyndaupplifun í stafrænu umhverfi : hver er framtíð kvikmyndahúsa?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á undanförnum árum hefur stafræn þróun gert það að verkum að samskipti milli neytenda og fyrirtækja hafa breyst töluvert. Þróunin hefur skapað mun fleiri snertifleti (e. customer touchpoints) á milli þeirra og eiga neytendur bein og óbein samskipti við fyrirtæki á sífellt fleiri stöðum. Samskiptin eru því farin að skipta meira máli og það er mikilvægt að fyrirtæki hugsi um heildarupplifun viðskiptavina. Viðfangsefni þessarar ritgerðar er ferðalag viðskiptavina (e. customer journey), og einblínt er á upplifun á kvikmyndahúsum á Íslandi. Með tilkomu streymisveitna hefur aðsókn í kvikmyndahús á Íslandi farið minnkandi og þurfa þau því að bregðast við ef þau vilja halda hlutverki sínu sem helsti útgáfustaður kvikmynda. Framkvæmdar voru tvær rannsóknir: annars vegar eigindleg rannsókn og hins vegar megindleg rannsókn. Við gerð eigindlegu rannsóknarinnar voru tekin viðtöl við fjóra sérfræðinga innan kvikmyndamarkaðarins. Megindlega rannsóknin var í formi spurningalista, þar sem stuðst var við hentugleikaúrtak, og voru þátttakendur rannsóknarinnar 1311 talsins. Markmiðið með rannsókn þessari var að komast að því hvaða snertifleti ferðalags viðskiptavina kvikmyndahúsin þyrftu að bæta til tryggja framtíð sína. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að miðaverð sé sá snertiflötur sem veldur mestri óánægju, og að viðskiptavinir kvikmyndahúsa vilji fá meiri upplifun í bíóferðum sínum.

Samþykkt: 
  • 7.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38763


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kvikmyndaupplifun í Stafrænu Umhverfi - ÁIV - HGJ.pdf989.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna