is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Lýðheilsuvísindi >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38766

Titill: 
  • Heimaþjónusta ljósmæðra á Íslandi á árunum 2012-2019: Lýðgrunduð framskyggn ferilrannsókn um þjónustu við mæður í sængurlegu og nýbura
  • Titill er á ensku In-home postpartum care in Iceland provided by midwives 2012-2019: Population-based prospective cohort study
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Heimaþjónusta ljósmæðra til sængurkvenna og nýbura á Íslandi er ætluð fyrir þær mæður og börn sem útskrifast af fæðingarstað innan 72 klukkustunda eða í sérstökum tilvikum innan 86 klukkustunda. Heimaþjónusta felur í sér ákveðinn fjölda vitjana í heimahús innan 10 daga frá fæðingu. Fjöldi vitjana ákvarðast af heilsufari móður og barns. Heilsufar er skilgreint með flokkun A/B/C þar sem mæður og nýburar við góða heilsu eru skilgreind í A flokki, mæður og nýburar með lítilsháttar heilsufarsfrávik eru skilgreind í B flokki og alvarlegri heilsufarsfrávik í C flokki. Bráðavitjanir eða sértæk brjóstagjafaráðgjöf ákvarðast eftir þörfum. Markmið rannsóknar var að lýsa heimavitjunum, bráðavitjunum og vitjunum brjóstagjafaráðgjafa til mæðra í sængurlegu á árunum 2012-2019 og meta áhrif heilsufarsflokkunar á áhættuna fyrir bráðavitjun eða brjóstagjafaráðgjöf.
    Lýðgrunduð gögn frá Sjúkratryggingum Íslands yfir heimaþjónustu ljósmæðra á árunum 2012-2019 voru skoðuð (N=28.009). Gögnum var safnað í rauntíma af ljósmæðrum sem sinna heimaþjónustu og innihalda upplýsingar um bakgrunn kvenna, fæðingarmáta og flokkun á heilsufari (A, B eða C). Gögnum var lýst eftir ári og eftir heilsufarsflokkun sem heildarfjölda og hlutfalli af heild. Marktækni var miðuð við p <0,05. Gagnlíkindi (GL) og leiðrétt gagnlíkindi (LGL) voru reiknuð með 95% öryggismörkum (ÖM).
    Mæðrum og nýburum í flokki A fækkaði á tímabilinu úr 55,8% árið 2012 í 31,9% árið 2019 en mæðrum og nýburum í flokki B og C fjölgaði (p<0,001). Bráðavitjanir jukust og fóru úr 1,35% í 5,82% (p<0,001). Vitjanir brjóstagjafaráðgjafa jukust og fóru úr 0,95% í 8,79% (p<0,001). Heilsufarsflokkun B og C jók líkindin á bráðavitjun (LGL=2,42-2,40). Heilsufarsflokkun B og C jók líkindi á vitjun brjóstagjafaráðgjafa (LGL=2,01-2,65).
    Rannsóknin sýndi að hlutfallslega fækkun á mæðrum og nýburum í heilsufarsflokki A en aukningu í flokkum B og C á árunum 2012-2019, bráðavitjanir og vitjanir brjóstagjafaráðgjafa jukust. Rannsóknin varpar ljósi á þjónustu sem veitt var af ljósmæðrum í heimaþjónustu og brjóstagjafaráðgjöfum á tímabilinu. Þörf er á gæðavísum fyrir heimaþjónustu ljósmæðra og þjónustu brjóstagjafaráðgjafa til að meta nákvæmari árangur og þróun í þjónustu.

  • Útdráttur er á ensku

    In Iceland, postpartum in-home care provided by midwives is served to mothers and new borns who are discharged within 72 hours of giving birth, in special cases 86 hours. The number of in-home visits depends on mother and new-born’s health. A/B/C health category system is used to describe mother and new-borns health. Mother and new-born in a good health condition is classified in health category A, mother and new-born with minimal health problem in category B and major health problem in C. Emergency or breastfeeding consultants are provided as needed. Aim of this study was to describe in-home postpartum care in Iceland over the years 2012-2019. Describe emergency and breastfeeding consultants’ visits and to assess the impact of health category classification on the risk of emergency – and breast consultants visits.
    Population-based data was obtained from Sjúkratryggingar Íslands (Health insurance Iceland). Data was collected by midwives during the in-home postpartum service during 2012-2019 (N=28.009). Data was described by year and health category as a total number and a percent of total. Significance was based on P<0,005. Odds Ratio (OR) and adjusted OR was calculated with 95% Confidence Interval (CI).
    During this study period mothers and new borns in category A decreased, 55,8%-31,9%, at the same time category B and C increased (p<0,001). In-home emergency visits increased 1,35%-5,82% (P<0,001). Breastfeeding consultants’ visits increased from 0,95%-8,79% (p<0,001). Health category B and C increased the odds for in-home emergency visits (AOR=2,42-2,40). Health category B and C increased the odds for breastfeeding consultants’ visits (AOR=2,01-2,65).
    The study showed that the percent of total mothers and new-borns within health category A decreased over the study period 2012-2019 while mother’s and new-born’s in category B and C increased. In-home emergency visits provided by midwives ‘s increased. This study highlights the service provided by midwives and breastfeeding councelors over time. There is a need for quality indicators to evaluate the effectiveness of accuracy in-home care midwifery and breast consultants service

Samþykkt: 
  • 7.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38766


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heimaþjónusta ljósmæðra á íslandi 2012-2019. GIÞ - skil eftir vörn.pdf16,46 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Jun 2 2021 Doc (1).pdf252,21 kBLokaðurYfirlýsingPDF