is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38774

Titill: 
  • Áhættur við fjárfestingar í óskráðum félögum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Fjárfestingar í óskráðum félögum eru áhættumeiri heldur en fjárfestingar í skráðum félögum. Helsta skýringin á því er sú að upplýsingagjöf óskráðu félaganna er yfirleitt mun minni en hjá skráðum félögum og það sem skiptir jafnvel meira máli er að seljanleiki þeirra er minni. Sterkt samband er á milli áhættu og ávöxtunar og þannig er ávöxtunarkrafa til fjárfestinga í óskráðum félögum oft hærri en í skráðum félögum. Vegna þess hve fáir kaupendur eru af óskráðum félögum getur hluthafi þurft að gefa góðan afslátt af hlutabréfaverði til þess eins að geta selt þau. Á móti er borgað hærra verð fyrir bréf með mikilli veltu þar sem að seljanleiki þeirra er mun meiri. Yfirtökum fylgja oft afskráningar og oft hafna margir hluthafar yfirtökutilboðum og verða þá hluthafar óskráðs félags. Farið er yfir þrjú yfirtökutilboð sem öll hafa borist nýlega og atburðarrás tilboðanna rakin sem og niðurstöður. Rannsókn ritgerðarinnar er í viðtalsformi en álit þriggja aðila á áhættu við óskráð félög var kannað. Markmið rannsóknarinnar er að veita yfirlit yfir helstu áhættuþætti þess að fjárfesta í óskráðum félögum. Niðurstaðan var almennt sú að viðmælendur voru sammála því að seljanleiki bréfa skipti gríðarlega miklu máli þegar kemur að fjárfestingum og voru allir sammála því að staða minni hluthafa gegn stórum sé ekki sterk. Upplýsingagjöf er einnig mun minni hjá óskráðum félögum samanborið við skráðu félögin. Þá voru allir sammála því að minnihlutavernd má ekki vera það ströng að hún hamli markaðnum, en línan er þunn og voru viðmælendur ekki sammála því hversu langt á að ganga til þess að vernda veika stöðu minni hluthafa.

Samþykkt: 
  • 8.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38774


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð-Daníel-Orri-Árnason-FINAL PDF (signed).pdf1.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna