is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38775

Titill: 
  • Áhrif skattabreytinga og lækkun vaxta á þátttöku almennings á íslenskum hlutabréfamarkaði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn voru könnuð áhrif lækkun vaxta og skattaívilnana á þátttöku almennings á íslenskum hlutabréfamarkaði. Framkvæmd var megindleg rannsókn til að kanna viðhorf almennings til þessara breytinga sem áttu sér stað í vaxta- og skattamálum. Einnig var framkvæmd eigindleg rannsókn í formi djúpviðtala við sérfræðinga á fjárfestingasviði hjá þekktum íslenskum fyrirtækjum. Megindlegu og eigindlegu niðurstöðurnar gáfu til kynna að þessar breytingar hafa jákvæð áhrif á þátttöku almennings. Niðurstöður djúpviðtala bentu til þess að almenningur ætti frekar að fjárfesta í sjóðum heldur en í stökum hlutabréfum vegna minni áhættu og lægri kröfu um þekkingu af hálfu fjárfesta. Einnig fékkst sú niðurstaða að fjármálalæsi og traust til fjármálafyrirtækja sé ennþá ábótavant sem skýrist af lélegri þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði, en hefur verið að aukast síðustu ár. Miðað var með 95% vissu og marktektarmörk 0,05 sýndu niðurstöður gagnaúrvinnslu að kyn einstaklinga, þátttaka á hlutabréfamarkaði á síðastliðnum 12 mánuðum og eign verðbréfasafns á þessari stundu eru marktæk á þann hátt að þau hafa jákvæð áhrif á fjárfestingaráætlun á þessu ári. Niðurstöður gáfu einnig til kynna að karlar eru áhættusæknari en konur og eru því líklegri til þess að eiga hlutabréfasafn.
    Lykilorð: vextir, skattaívilnun, hlutabréfamarkaður, almenningur, þátttaka, Ísland

Samþykkt: 
  • 8.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38775


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc_ritgerð_Daria_og_Guðlaugur.pdf1.52 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna