is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38781

Titill: 
  • Áhrifaþættir einstaklingsmiðaðrar markaðssetningar á netinu á kaupáform neytenda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Með nýtingu markaðssetningar á netinu hafa fyrirtæki haft möguleika á því að sérsníða auglýsingar til einstaklinga út frá áhugasviði þeirra. Þegar einstaklingur vafrar um á netinu þá er hann á sama tíma að skilja eftir sig slóð af persónulegum upplýsingum sem fyrirtæki geta safnað og nýtt í einstaklingsmiðaðar auglýsingar. Markmiðið með einstaklingsmiðaðari markaðssetningu (e. personalized marketing) er að ýta undir kaup neytenda. Rannsóknir hafa sýnt fram á að einstaklingsmiðun getur leitt til hagkvæmari svara frá neytandanum þegar auglýsingin er sérsniðin honum.
    Þessi rannsókn var gerð til að kanna hvort einstaklingsmiðuð markaðssetning á netinu hafi jákvæð áhrif á kaupáform neytenda. Rannsóknin var sett fram með megindlegri rannsóknaraðferð með spurningalista þar sem 216 einstaklingar tóku þátt. Niðurstöður leiddu í ljós að tekjur hafa áhrif á peningaeyðslu neytenda en ekki á fjölda keyptra vara. Það kom fram að fólk á aldrinum 40 ára og yngra verslar oftar vegna áhrifa frá einstaklingsmiðuðum auglýsingum og fólk er líklegra til að versla vöru á netinu ef hún er á afslætti. Í ljós kom að fólki sem finnst upplýsingasöfnun þægileg hunsar síður einstaklingsmiðaðar auglýsingar og þeir sem leyfa vafrakökur vilja frekar einstaklingsmiðaðar auglýsingar. Það kom einnig fram að karlar vilja frekar sjá einstaklingsmiðaðar auglýsingar heldur en konur. Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna að einstaklingsmiðuð markaðssetning á netinu hefur jákvæð áhrif á kaupáform neytenda.

Samþykkt: 
  • 8.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38781


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrifaþættir einstaklingsmiðaðrar markaðssetningar á netinu á kaupáform neytenda.pdf1.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna