Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38783
Í núverandi heimsmynd ber skipulagsheildum siðferðisleg skylda til að byggja upp fyrirtæki sín með því að beita aðferðum sem varpa ljósi á og aðstoða með vandamál sem hafa áhrif á nærsamfélag þeirra. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja er stefnumótun sem sumar skipulagsheildir nota, hún miðar að því að flétta samfélagsleg og umhverfis málefni í starfsemi þeirra. Samfélagsleg ábyrgð er aðferð sem vísar til þess að skipulagsheildir ganga lengra en lög og reglugerðir segja til um í taka á samfélagslegu málum sem þau ákveða að sinna. Í gegnum tíðina hafa skipulagsheildir notað hugtakið ýmist til markaðssetningar eða sem nauðsynlegan hluta þess að taka þátt í málefnum sem hafa áhrif á samfélagið og umhverfið. Hver svo sem hvatinn til þess að taka upp samfélagslega ábyrgð er, hefur hugtakið vaxið og er orðið mikilvægur hluti skipulagsheilda í tengslum við samfélagið í kringum þau. Landbúnaður er atvinnugrein sem treystir á umhverfið til þess að þrífast, nærsamfélagið skiptir einnig miklu máli fyrir einstaklinga og skipulagsheildir í landbúnaði þar sem oft er um að ræða skipulagsheildir sem tengjast litlum samfélögum sem treysta á þau varðandi atvinnu. Það er því ekki eingöngu mikilvægt fyrir þessar skipulagsheildir að viðhalda stefnu í umhverfismálum og gagnvart nærsamfélaginu, heldur er það siðferðisleg skylda þeirra. Í þessu verkefni komum við til með að skoða að hvort kjöt- og grænmetisframleiðendur á Íslandi hafi sett sér stefnu í samfélagslegri ábyrgð og hvort þeir fylgi henni. Einnig verður athugað hvort munur sé á stefnusetningu þeirra.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja í grænmetis-og kjötframleiðslu.pdf | 1,19 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |