is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38786

Titill: 
  • Skuldastaða íslenskrar ferðaþjónustu fyrir og eftir Covid-19 : var ferðaþjónustan á Íslandi of skuldsett fyrir Covid-19 faraldurinn?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Mikill vöxtur hefur verið í ferðaþjónustu á Íslandi og er hún orðin ein helsta atvinnugrein íslendinga. Markmið þessarar rannsóknar er að skoða skuldastöðu íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja og greina hvort að skuldsetning þeirra sé eingöngu tilkomin vegna Covid-19 faraldursins eða hvort aðrir þættir hafi valdið henni. Einnig verður skoðað hvort að einhver ein grein ferðaþjónustunnar sé í betri stöðu en önnur og hvaða úrræði fyrirtæki hafa til að bæta skuldastöðu sína. Greindir verða ársreikningar frá árunum 2014 til 2019 hjá þremur stórum fyrirtækjum innan þriggja greina ferðaþjónustunnar, nánar tiltekið bílaleigur, hópferðafyrirtæki og hótel með veitingaþjónustu. Framkvæmd verður kennitölugreining fyrir hvert fyrirtæki og niðurstöður á útreikningum kennitalna bornar saman. Niðurstöður sýna fram á að skuldsetning ferðaþjónustunnar var til staðar fyrir Covid-19 faraldurinn og er tilkomin vegna hins gríðarlega hraða vaxtar sem varð á greininni. Skuldsetningin er mikil en þó mismikil milli greina. Heilt yfir eru hótelin í betri stöðu en bílaleigurnar og hópferðafyrirtækin til að takast á við greiðsluerfiðleika í kjölfar Covid-19 faraldursins. Jafnframt eru bílaleigurnar í betri stöðu en hópferðafyrirtækin. Í ljósi skuldastöðunnar sem var fyrir Covid-19 faraldurinn er ljóst að grípa þarf til úrræða, m.a. að afskrifa hluta af kröfum, draga úr kostnaði og fækka starfsfólki. Í mörgum tilfellum þarf að fara í endurskipulagningu á rekstri og skuldum fyrirtækjanna til að koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot í greininni.

Samþykkt: 
  • 8.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38786


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skuldastaða íslenskrar ferðaþjónustu fyrir og eftir Covid-19.pdf1.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna