is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskipta- og hagfræðideild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business and Economics >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38787

Titill: 
  • Áhrif áhrifavalda á kauphegðun neytenda í gegnum Instagram
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna áhrif áhrifavalda og auglýsinga þeirra á kauphegðun neytenda í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram. Notkun samfélagsmiðla hefur aukist mikið undanfarin ár og nýta mörg íslensk fyrirtæki sér samfélagsmiðla þegar kemur að markaðssetningu. Þá er afar vinsælt nú til dags að fyrirtæki nýti sér áhrif og orðspor áhrifavalda í markaðssetningu á samfélagsmiðlum til að auka vörumerkjavitund.
    Framkvæmd var rannsókn þar sem spurningakönnun var lögð fyrir og birt á samfélagsmiðlinum Facebook. Við gagnasöfnun var stuðst við sjálfvalið úrtak og fengust svör frá samtals 306 þátttakendum. Markmið rannsóknarinnar var fyrst og fremst að kanna hvort áhrifavaldar hafi áhrif á kauphegðun neytenda með auglýsingum í gegnum Instagram. Með spurningakönnuninni var einnig könnuð notkun þátttakenda á Instagram, hvert almennt viðhorf þeirra sé til auglýsinga áhrifavalda á miðlinum, ásamt því að kanna hvort þátttakendur hafi keypt vöru eða þjónustu eftir að hafa séð áhrifavald auglýsa hana á Instagram.
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að áhrifavaldar hafa jákvæð áhrif á kauphegðun neytenda með auglýsingum í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram. Einnig leiddu niðurstöður í ljós að viðhorf neytenda til auglýsinga áhrifavalda á Instagram er mjög misjafnt. Jafnt hlutfall er á milli jákvæðs og neikvæðs viðhorfs neytenda.
    Lykilorð: Markaðssetning, stafræn markaðssetning, auglýsingar, umtal, samfélagsmiðlar, Instagram, áhrifavaldar, duldar auglýsingar, kauphegðun neytenda, kaupákvörðunarferli neytenda, áhrifaþættir kauphegðunar.

Samþykkt: 
  • 8.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38787


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc ritgerð- Halla og Kolbrún- maí 2021.pdf887,84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna