is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38788

Titill: 
 • Er grundvöllur fyrir nýja lúxus tjaldgistingu á Íslandi? : hvað þarf að hafa í huga þegar stofna á nýjan gististað?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Mikil þróun hefur verið í ferðaþjónustunni á Íslandi og áhugavert er að skoða gistimarkaðinn og áhrif hans á ferðaþjónustuna. Gistimarkaðurinn gegnir lykilhlutverki á ferðaþjónustumarkaðnum og áhugavert er að skoða tækifæri fyrir nýja gististaði á ört vaxandi markaði. Mikil fjölgun hefur verið á lúxus tjaldgistingum í heiminum og skoðað var hvort lúxus tjaldgisting hugnaðist ferðamönnum sem sækja til Íslands.
  Í þessari ritgerð rannsakar höfundur hvort grundvöllur sé fyrir nýja lúxus tjaldgistingu á Íslandi með því að rannsaka viðskiptaumhverfi gististaða. Lögð var fram eftirfarandi rannsóknarspurning: Er grundvöllur fyrir nýja lúxus tjaldgistingu á Íslandi? Undirspurning var: Hvað þarf að hafa í huga þegar stofna á nýjan gististað? Til að leita svara við þessum spurningum notaðist rannsakandi bæði við megindlega og eigindlega rannsóknaraðferð ásamt því að skoða gögn frá Hagstofu Íslands, Ferðamálastofu og fleira.
  PESTEL greining var framkvæmd til þess að fá betri skýringu og skilning á þeim þáttum sem hafa áhrif á innkomu nýrrar lúxus tjaldgistingar á markaðinn. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að enginn ytri þáttur ógnar innkomu nýrrar lúxus tjaldgistingar, heldur sýnir hún að það eru tækifæri á markaðnum. Ferðamönnum hefur farið ört fjölgandi á Íslandi undanfarin ár en þeim fór þó fækkandi árið 2019. Með þessari fækkun komu ferðamanna fylgir ákveðin óvissa gagnvart þróun fjölda ferðamanna í framtíðinni. Til þessa að komast að og skilja þessa þróun betur var kenning Butler‘s skoðuð, en hún greinir líftíma áfangastaða. Þar kemur fram að þrátt fyrir talsverða óvissu á ferðamannamarkaðnum hér á Íslandi þarf markaðurinn á einhverju nýju að halda svo hann nái að halda áfram að vaxa. Reynt var að greina hvað ferðamenn sem sækja hingað til Íslands leitast eftir til þess að skoða hvaða nýjungar væri hægt að koma með þess að ferðamenn geti enduruppgötvað Ísland sem ferðamannastað. Komist var að því að náttúra Íslands væri meginaðdráttarafl ferðamanna. Einnig var komist að því að ferðamenn vilja einstakar upplifanir sem skapa minningar. Gisting er mikilvægur þáttur ferða og lúxus tjaldgisting er nýtt og spennandi fyrirbæri sem sameinar náttúru Íslands og einstaka upplifun. Niðurstaða rannsóknarinnar er að grundvöllur sé fyrir nýja lúxus tjaldgistingu en huga þarf að mörgu áður.
  Reynsla stofnenda lúxustjaldgistinga var skoðuð og þar kom í ljós að tími væri einn mikilvægasti þátturinn. Mikill tími fer í uppbyggingu lúxus tjaldgistingarinnar og við upphaf reksturs. Frumkvöðlar þurfa einnig að eyða miklum tíma í að bíða eftir tækifærum sem myndast á markaðnum og þurfa því að vera tilbúnir til þess að sjá tækifæri og grípa það þegar það gefst. Þekking og reynsla á greininni og á markaðnum er ekki síður mikilvæg. Frumkvöðullinn þarf einnig að hafa áhuga á því sem hann tekur sér fyrir hendur og vera þjónustumiðaður. Mörg lög og leyfi fylgja því að opna nýjan gististað og þarf frumkvöðullinn að hafa það á hreinu hvaða leyfi hann þarf til þess að geta stofnað vel heppnaða lúxus tjaldgistingu.

Samþykkt: 
 • 8.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38788


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Sc._Ritgerð-Harpa_Eir_Þorleifsdóttir.pdf728.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna