is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38789

Titill: 
 • Keðjuverkun íslenskrar verslunar : getum við breytt kauphegðun með markaðsátaki?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Eftir að Covid skall á tóku stjórnvöld höndum saman með fjölda samtaka og gerðu markaðsátak til að minna Íslendinga á að versla í heimalandi og velja íslenskt. Auglýsingaherferðin inniheldur lag sem bendir fólki á að „láta það ganga“.
  Markmið ritgerðarinnar var að kanna hvort neytendur hefðu breytt kauphegðun sinni og verslað meira við íslenskar verslanir eða keypt íslenskar vörur eftir að hafa séð auglýsingarnar.Tvær rannsóknir voru framkvæmdar, annars vegar eigindleg rannsókn í formi djúpviðtala og var þar notast við snjóboltaúrtak. Þannig fengust viðtöl við aðila frá Samtökum iðnaðarins, Samtökum verslunar og þjónustu, Samtökum atvinnulífsins og Brandenburg. Að því loknu var framkvæmd megindleg rannsókn í formi spurningakönnunar til neytenda sem aðgengileg var á Internetinu. Til að nálgast þátttakendur var notast við hentugleikaúrtak og fengust 296 svör.
  Helstu niðurstöður voru að breyting varð á kauphegðun hjá hluta neytenda en meirihluti neytenda velur íslenskar vörur eða verslanir fram yfir erlendar. Mikill meirihluti yngsta aldurshópsins sá lítið eða ekkert af átakinu. Það sýnir að mikilvægt er að velja rétta miðla til að ná til neytenda.
  Lykilorð: Kauphegðun, markaðssetning, hagkerfi.

Samþykkt: 
 • 8.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38789


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc. Keðjuverkun íslenskrar verslunar - Getum við breytt kauphegðun með markaðsátaki.pdf982.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna