is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38790

Titill: 
 • Fjölþrepamarkaðssetning og möguleg dulbúin pýramídastarfsemi á Íslandi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Fjölþrepa markaðssetning, einnig þekkt sem MLM fyrirtæki/markaðssetning, hefur verið einstaklega sýnileg á Íslandi síðustu ár. Með tilkomu samfélagsmiðla hafa slík fyrirtæki orðið einkar sýnileg. Það er fín lína milli lögmætra MLM viðskipta og ólöglegra pýramídakerfa. Bæði viðskiptamódelin bjóða þátttakendum tækifæri til þess að vinna sér inn þóknun og þurfa oft nýir meðlimir að fjárfesta í upphafi hvort sem þar er um MLM viðskipti eða ólögleg pýramídakerfi að ræða. Meðal annarra þátta kemur grundvallarmunurinn á viðskiptaháttunum tveimur fram í upphafsfjárfestingu sem þátttakandinn tekur og með hvaða hætti vörur eða þjónusta eru seldar. Aðalatriðið er þó á hvaða grundvelli þóknunarinnar er aflað. Greinarmunur á þessum tveimur viðskiptaháttum getur því virst tiltölulega lítill.
  Framkvæmd var eigindleg og megindleg rannsókn. Eigindlega rannsóknin var í formi djúpviðtala við þáverandi og núverandi þátttakendur MLM fyrirtækja til þess að geta skoðað allar hliðar málsins. Megindlega rannsóknin var í formi spurningakönnunar sem lögð var fram og voru 238 þátttakendur. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að mörg MLM fyrirtæki séu að dulbúa sig sem MLM en séu í raun pýramídakerfi. Einnig gaf rannsóknin skýra vísbendingu um að aðilar séu hvattir til nýliðunar og virðist það vera aðaláherslan. Vert er að hafa í huga að einstaklingar skuli fara varlega í viðkomandi viðskiptamódel þar sem nýliðun virðist vera í forgrunni. Ef það reynist rétt er um ólöglegt pýramídakerfi að ræða.
  Lykilorð: Fjölþrepamarkaðssetning (MLM), pýramídakerfi/svindl, nýliðun,
  markaðssetning, sala, þóknun, siðferði, munnmæli.

Samþykkt: 
 • 8.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38790


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKASKIL Bsc ritgerð.pdf2.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna