is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38791

Titill: 
  • Virkni auglýsinga í tilfelli húsgagnaverslana
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fyrirtæki leitast í auknu mæli eftir því að auglýsa vörur sínar eða þjónustu á samfélagsmiðlum sem hefur þær afleiðingar með sér að dregið hefur úr auglýsingum á hefðbundnum miðlum. Í daglegu lífi er þessi breyting ekki mjög sjáanleg þar sem fyrirtæki leitast ávallt til þess að auglýsa í sjónvarpi eða á öðrum hefðbundnum miðlum. Með stöðugri þróun á auglýsingamarkaði gerir starf markaðsstjóra þessara fyrirtækja ávallt flóknari og hafa aldrei verið jafn margir auglýsinga miðlar í boði fyrir fyrirtæki til að auglýsa á. Samspil miðlana spilar stóran part af velgengni auglýsinga og hvort auglýsingar ná að hafa áhrif á kauphegðun neytenda.
    Rannsókn þessi gefur innsýn um hvaða miðlar sýna mesta virkni þegar kemur að því að húsgagnaverslun auglýsi sína vöru eða þjónustu. Áhersla er lögð á virkni auglýsinga á hefðbundnum miðlum og samfélagsmiðlum, ásamt því að rýnt verður í starf markaðsstjóra. Framkvæmdar voru tvær rannsóknir annars vegar eiginleg rannsókn í formi könnunar og hins vegar megindleg rannsókn í formi viðtala. Niðurstöður sýndu að miðlarnir styðja hvorn annan þegar kemur að virkni auglýsinga og atburðir samfélagsins spila inn í hvaða miðlar eru vinsælir þegar litið var á heildarniðustöðu.

Samþykkt: 
  • 8.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38791


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Virkni auglýsinga í tilfelli húsgagnaverslana.pdf708.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna