is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38799

Titill: 
  • Vinnsla persónuupplýsinga í þágu almannahagsmuna á tímum heimsfaraldurs COVID-19
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er vinnsla persónuupplýsinga í þágu almannahagsmuna á tímum heimsfaraldurs COVID-19. Fjölmörg álitaefni hafa vaknað vegna heimsfaraldurs af völdum COVID-19, svo sem um valdheimildir stjórnvalda til beitingu opinberra sóttvarnaráðstafana, réttindi og frelsi borgaranna o.fl. Enn fremur eru ýmis álitamál sem snúa að persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Markmið ritgerðarinnar er að taka til skoðunar ákvæði sóttvarnalaga nr. 19/1997 sem mæla fyrir um heimildir til aðgangs og vinnslu persónuupplýsinga, sérstaklega í ljósi þeirrar umfangsmiklu vinnslu persónuupplýsinga sem hefur verið talin heimil á grundvelli framangreindra laga. Ákvæði sóttvarnalaga nr. 19/1997 hafa hins vegar í tvígang tekið breytingum frá upphafi heimsfaraldurs COVID-19 sem lutu meðal annars að heimildum til vinnslu persónuupplýsinga. Þá verður litið til reglugerða heilbrigðisráðuneytisins sem hafa verið settar á grundvelli heimildar í sóttvarnalögum nr. 19/1997, með tilliti til vinnslu persónuupplýsinga. Í ritgerðinni er byrjað á því að fjalla um friðhelgi einkalífs sem nýtur verndar 71. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 auk þess er fjallað með almennum hætti um gildandi regluverk á sviði persónuverndarréttar, þ.e. lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 sem lögfestu reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679. Þá eru tekin til skoðunar helstu heimildir persónuverndarlöggjafarinnar sem til greina koma vegna vinnslu persónuupplýsinga í þágu almannahagsmuna á tímum heimsfaraldurs COVID-19.
    Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru á þá leið að frá upphafi faraldursins hefur umfangsmikil vinnsla persónuupplýsinga á vegum sóttvarnayfirvalda hér á landi farið fram á grundvelli óskýrra ákvæða sóttvarnalaga nr. 19/1997. Höfundur fær ekki séð að styrkari stoðum hafi verið rennt undir heimildir sóttvarnalæknis til vinnslu persónuupplýsinga með lögum nr. 99/2020 um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Hins vegar hafi tilhneiging verið gerð til að bæta úr meintum vanköntum með lögum nr. 2/2021 um breytingu á sóttvarnalögum nr. 19/1997. Með þeim var betur tryggt að framkvæmd sóttvarna sé í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.

Samþykkt: 
  • 9.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38799


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKAEINTAK_JÞP.pdf724.61 kBLokaður til...01.01.2051HeildartextiPDF
Yfirlýsing_skemman.pdf351.71 kBLokaðurYfirlýsingPDF