Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38801
Bakgrunnur: Áföll í æsku hafa verið skilgreind sem atburðir sem eru algengustu og alvarlegustu streituvaldarnir sem börn geta upplifað, til dæmis að verða fyrir ofbeldi, vanrækslu eða einelti. Þau geta haft víðtæk áhrif á heilsu og velferð einstaklinga til lengri tíma, meðal annars á þætti tengda meðgöngu og fæðingu. Upplifun kvenna af fæðingarreynslunni getur verið þýðingarmikil og haft áhrif á heilsu konunnar og á samband hennar við barnið. Til þessa hefur sambandið á milli áfalla í æsku og erfiðrar fæðingarreynslu ekki verið rannsakað.
Markmið: Markmiðið með þessari rannsókn var að skoða sambandið á milli áfalla í æsku og erfiðrar fæðingarreynslu á meðal kvenna á Íslandi. Sambandið var skoðað eftir bakgrunni þátttakenda, tegund áfalla í æsku og fjölda áfalla í æsku.
Aðferð: Notuð voru gögn úr rannsókninni Áfallasaga kvenna. Þátttakendur voru íslenskar konur, 18 ára og eldri (N=31.811). Þátttakendur svöruðu rafrænum spurningalista um áfallasögu og heilsufar, meðal annars erfiða fæðingarreynslu. Spurningalistinn The Adverse Childhood Experiences International Questionnaire (ACE-IQ) var notaður til þess að mæla áföll í æsku. Lógístísk aðhvarfsgreining var notuð til þess að meta sambandið á milli áfalla í æsku og erfiðrar fæðingarreynslu. Leiðrétt var fyrir aldri annars vegar og aldri, menntun og tekjum hins vegar. Reiknað var gagnlíkindahlutfall (GH) og 95% öryggisbil (ÖB).
Niðurstöður: Þátttakendur sem luku við að svara spurningalistanum um áföll í æsku (ACE-IQ) og spurningunni um erfiða fæðingarreynslu voru 23.841 talsins. Af þeim höfðu 29,2% upplifað erfiða fæðingarreynslu. Allar tegundir áfalla voru algengari meðal þátttakenda sem höfðu upplifað erfiða fæðingarreynslu. Sambandið á milli áfalla í æsku og erfiðrar fæðingarreynslu var sterkast hjá þeim sem höfðu orðið vitni að ofbeldi í samfélaginu (GH 2,04; 95% ÖB 1,75-2,37), orðið fyrir líkamlegu ofbeldi (GH 1,95; 95% ÖB 1,71-2,23) og upplifað stríð eða annað ofbeldi af völdum hópa (GH 1,84; 95% ÖB 1,37-2,49). Hlutfall þátttakenda sem hafði upplifað erfiða fæðingarreynslu hækkaði eftir fjölda áfalla í æsku. Þátttakendur sem upplifðu fjögur eða fleiri áföll í æsku voru meira en tvisvar sinnum líklegri til þess að upplifa erfiða fæðingarreynslu (GH 2.26; 95% ÖB 2.07-2.47) en þeir sem höfðu ekki upplifað áfall í æsku.
Ályktanir: Niðurstöður benda til að samband sé á milli áfalla í æsku og erfiðrar fæðingarreynslu. Gagnlegt gæti því verið að skima fyrir áföllum í æsku í mæðravernd og bjóða konum sem hafa upplifað áföll í æsku upp á aukinn stuðning í gegnum fæðingarferlið. Þörf er á frekari rannsóknum um viðfangsefnið. Áhugavert væri að rannsaka hvers konar inngrip geta dregið úr líkunum á erfiðri fæðingarreynslu hjá þeim sem hafa upplifað áföll í æsku.
Background: Adverse childhood experiences (ACEs) are defined as the most common and most severe causes of stress which children can experience, such as abuse, neglect or bullying. They can have widespread effects on the health and welfare of individuals in the long term, including on aspects related to pregnancy and childbirth. The birth experience can have a significant effect on women's health and the emotional connection to their infants. Until now the association between ACEs and difficult birth experiences has not been studied.
Aims: The overall aim of this study was to investigate the association between ACEs and difficult birth experiences among women in Iceland. Specifically, the aim was to study this association by background factors, type of ACEs and number of ACEs.
Methods: Data from the SAGA cohort study was used for the analysis. Participants were Icelandic women, aged 18 years and older (N=31,811). The participants answered an online questionnaire on history of trauma and health, including a question about difficult birth experiences. The Adverse Childhood Experiences International Questionnaire (ACE-IQ) was used to measure ACEs. Logistic regression was used to evaluate the association between ACEs and difficult birth experience and adjustments were made for age, education and income.
Results: A total of 23,841 women answered the ACE-IQ and the question about difficult birth experience. 29.2% reported having had difficult birth experience and all of the ACEs were more common among women who had had a difficult birth experience. The association between ACEs and difficult birth experience was strongest among those who had witnessed community violence (OR 2.04; 95% CI 1.75-2.37), experienced physical abuse (OR 1.95; 95% CI 1.71-2.23) and experienced collective violence (OR 1.84; 95% CI 1.37-2.49). The ratio of participants who had a difficult birth experience rose in correlation to the number of ACEs. Participants that had experienced four or more ACEs were two times more likely to have a difficult birth experience (OR 2.26; 95% CI 2.07-2.47) than those who had not experienced any ACEs.
Conclusion: The results indicate an association between ACEs and difficult birth experience. It could be useful to screen for ACEs during prenatal care and offer women that have experienced ACEs more support through the birthing process. More research is needed on the subject. It would be interesting to study what kind of intervention could reduce the likelihood of a difficult birth experience among women that have experienced ACEs.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
AsaLind_MPH.pdf | 506.18 kB | Lokaður til...01.06.2031 | Heildartexti | ||
lokaverkefni_yfirlysing.pdf | 86.5 kB | Lokaður | Yfirlýsing |