en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Agricultural University of Iceland > Náttúra og skógur > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/38804

Title: 
 • Title is in Icelandic Stafafura (Pinus contorta) í Norðtunguskógi. Fræ: dreifing-magn-spírun
 • Lodgepole (Pinuscontorta) in Norðtunguskógur. Seed: distribution-quantity-germination
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Liðin eru yfir 80 ár frá því að fyrstu stafafuru-fræin (Pinus contorta) voru flutt inn til Íslands frá Norður Ameríku og fyrstu plönturnar voru ræktaðar og gróðursettar hér á landi. Komið hefur í ljós að stafafura, einkum af kvæminu Skagway, er vel aðlöguð að aðstæðum hér á landi og lifir og vex almennt vel á rýru landi. Fyrsta heimildin sem ég fann um sjálfsáningu stafafuru hérlendis er frá árinu 1978.
  Í þessari rannsókn var athugað hvort stafafura í samfelldum skógi, þar sem ákveðnir lundir höfðu verið rjóðurfelldir, framleiddu nægt fræ til að geta staðið undir sjálfsáningu inn á föllnu reitina eftir skógarhöggið. Fræmagnið sem barst inn á rjóðurfelldan reit var einnig mælt yfir eitt ár. Að auki var metið hversu mikið af spírunarhæfu fræi væri í könglum áföstum greinum sem skildar voru eftir á skógarbotni eftir skógarhöggið. Að lokum var kannað hvort hitastig sem þeir næðu við þurrkun skipti máli fyrir hversu mikið spírunarhæfu og öflugu fræi losnaði úr þeim.
  Samkvæmt minni rannsókn var fræ á svæðinu og það var að dreifa sér inn á fellda reiti. Einnig var spírunarhæft fræ i könglum á skógarbotni, en mismikið eftir hversu langur tími var frá fellingu.
  Eftir þessa rannsókn dreg ég þá ályktun að það var sennilega ekki skortur á frædreifingu eða spírunarhæfu fræi sem gat losnað úr áföstum könglum á skógarbotni eftir skógarhöggið, sem var ástæða þess að endurnýjun tókst ekki í Norðtunguskógi. Þá standa eftir tveir mögulegir áhrifavaldar a) afrán á fræi/fræplöntum eða b) skortur á fræsetum sem henta til öruggrar spírunar. Þetta þarfnast frekari rannsókna, en ég tel þó að seinni kosturinn sé líklegri orsakavaldur. Þar af leiðir að nauðsynlegt er að skipuleggja inngrip (jarðvinnslu) í kjölfar skógarhöggs stafafuruskóga ef á að tryggja örugga endurnýjun þeirra með sjálfsáningu.

Accepted: 
 • Jun 9, 2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38804


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Björk Kristjánsdóttir BS-ritgerð-2021.pdf1.17 MBOpenComplete TextPDFView/Open