is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38807

Titill: 
  • Áhrif Covid-19 á kauphegðun í netverslun matvörubúða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Heimsfaraldurinn af völdum Covid-19 hefur haft gríðarlega mikil áhrif á samfélagið og hefur verið gripið til ýmissa aðgerða til að sporna gegn veirunni. Þær hafa haft mikil áhrif á daglegt líf fólks og hefur almenningur þurft að snöggbreyta hegðun sinni og venjum. Í þessari rannsókn er aðalviðfangsefnið áhrif Covid-19 á kauphegðun fólks í netverslun matvörubúða. Skoðuð var kauphegðun fyrir og eftir Covid-19, hvort um varanlega breytingu hafi verið að ræða og hvaða hópar urðu fyrir mestum áhrifum. Einnig var skoðað hvort kyn, fjöldi barna, búseta og tekjur hefðu áhrif á kauphegðun einstaklinga í matvöruverslunum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að næstum allir höfðu einhvern tímann keypt vörur á netinu og flestir höfðu aukið kaup sín á netinu á síðastliðnum 12 mánuðum. Konur og fólk með börn á heimilinu eru að kaupa meira núna en fyrir 12 mánuðum síðan. Algengustu ástæður þess að fólk var að nýta sér netverslanir matvörubúða voru þægindi, tímasparnaður og ástandið sem ríkir í samfélaginu vegna Covid-19. Það sem gat aukið kaup á matvöru á netinu var lægri sendingarkostnaður og hraðari afhending. Tæplega helmingur þátttakenda taldi að notkun þeirra á netverslun matvörubúða myndi haldast eða aukast eftir Covid-19. Helstu ástæður þess að fólk myndi ekki halda áfram að nýta sér netverslanir matvörubúða var löng bið eftir vöru, minni ferskleiki og erfitt að treysta öðrum til að velja vörur fyrir sig. Því gefur rannsóknin sterklega til kynna að Covid-19 hefur haft áhrif á kauphegðun neytenda í netverslun matvörubúða.
    Lykilhugtök: Kauphegðun, matvöruverslanir, netverslun, Covid-19

Samþykkt: 
  • 9.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38807


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Birta-Líf-Ástmars-og-Íris-Frímanns.pdf942.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna