Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38809
Endurskoðun gegnir mikilvægu hlutverki fyrir hagsmunaaðila fyrirtækja þegar kemur að reikningsskilum. Endurskoðandi starfar sem óháður aðili, yfirfer, gefur álit og staðfestir reikningsskil fyrirtækja. Endurskoðendur beita aðgerðum og aðferðum til að komast að því hvort að reikningsskilin séu í raun og veru rétt eins og fyrirtækið setur þau fram. Aðalfundur fyrirtækja kýs endurskoðanda hvers árs og er því ekki víst að stjórnendur reikningsskila fyrirtækjanna hafi nokkuð um það að segja hver endurskoðandi fyrirtækisins er. Það er því ekki sjálfgefið að stjórnendur reikningsskilanna taki endurskoðendum opnum örmum til að yfirfara þá vinnu sem unnin er í reikningshaldi fyrirtækisins og hafi yfir höfuð jákvætt viðhorf til endurskoðenda.
Í þessari rannsókn voru tekin viðtöl við fimm einstaklinga sem starfa hjá og stjórna reikningsskilum stórra fyrirtækja. Lagt var upp með að komast að því hvert viðhorf þessara einstaklinga væri til endurskoðenda og þeirra starfa og þjónustu sem þeir sinna við endurskoðun ársreikninga. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að stjórnendur reikningsskila hafi jákvætt viðhorf til endurskoðenda en ekki jafn jákvætt viðhorf til þeirra aðferða og aðgerða sem endurskoðandinn beitir við endurskoðun sína á ársreikningnum. Að auki ber að nefna að viðmælendurnir töldu það jákvætt og hollt fyrir fyrirtækin og starfsfólk reikningshaldsins að skipta reglulega um endurskoðanda til að fá nýja sýn á sömu hluti.
Lykilorð: endurskoðun, reikningsskil, viðhorf, stjórnendur
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð JGG - BSc viðskiptafræði.pdf | 1.23 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |