is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskipta- og hagfræðideild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business and Economics >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38811

Titill: 
  • Þróun árangursstjórnunar í nútíma fyrirtækjarekstri : staða þekkingar á árangursstjórnun og notkun fjárhagslegra hvata
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um árangursstjórnun í hvers kyns fyrirtækjarekstri með tilliti til þeirra aðferða sem hægt er að nýta til að hámarka frammistöðu og árangur starfsmanna. Jafnframt er fjallað um þróun aðferðafræði árangursstjórnunar auk annarra áhrifaþátta. Rannsóknin snýr að því að greina aðferðir árangursstjórnunar sem íslensk fyrirtæki styðjast við. Farið verður yfir hvernig fyrirtæki leggja mat á árangur starfsmanna, hvernig unnið er úr matinu auk nýtingar fjárhagslegra hvata. Þá er einnig horft til breyttrar hegðunar fyrirtækja í árangursstjórnun og ástæðna á bakvið þær. Tekið var hálfstaðlað djúpviðtal við umbreytingaþjálfara með það að leiðarljósi að fá dýpri skilning á hegðun fyrirtækja með tilliti til árangursstjórnunar og breyttri aðferðarfræði. Ásamt því er framkvæmd megindleg rannsókn til þess að fá dýpri skilning á því hvernig og hvort fyrirtæki á Íslandi styðjast við árangursstjórnun.
    Rannsóknin varpar ljósi á mikilvægi árangursstjórnunar í fyrirtækjarekstri auk óhjákvæmilegra breytinga í aðferðafræði árangursstjórnunar. Þá er rannsókn þessi framkvæmd til að kanna stöðu
    þekkingar íslenskra fyrirtækja á þessu sviði og hvaða lærdóm er hægt að draga af þeim.
    Lykilorð: Árangursstjórnun, starfsmenn, stjórnendur, árangur, Ísland

Samþykkt: 
  • 9.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38811


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þróun-árangursstjórnunar-í-nútíma-fyrirtækjarekstri.pdf547,02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna