is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38812

Titill: 
  • Áhrif umhverfisvænna matvælaumbúða á kauphegðun neytenda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar var að rannsaka áhrif umhverfisvænna matvælaumbúða á kauphegðun neytenda en þar sem vitund almennings á umhverfisvandamálum er að aukast töldu rannsakendur að þetta væri áhugavert rannsóknarefni. Framkvæmdar voru tvær rannsóknir, eigindleg rannsókn í formi viðtala við fjóra sérfræðinga og megindleg rannsókn í formi spurningakönnunar þar sem 368 þátttakendur tóku þátt. Niðurstöður rannsóknanna sýndu mikinn áhuga neytenda á umhverfisvænum umbúðum og að auki var mikil eftirspurn eftir þeim. Sérfræðingar tóku fram að fyrirtæki eru stöðugt að reyna að mæta eftirspurn neytenda en ítrekuðu að það sé stórt og mikið ferli á bakvið svona breytingar auk marga/mikilla ávinninga og áskorana. Það er mikilvægt fyrir bæði fyrirtæki og almenning að upplýsingar séu ekki villandi, hvort sem talað er um umbúðir eða auglýsingar, því það á að vera sameiginlegur ávinningur allra að draga úr umhverfisáhrifum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að umhverfisvænar matvælaumbúðir hafi áhrif á kauphegðun neytenda, óháð aldri og kyni, en flestir telja sig velja vörur í umhverfisvænum umbúðum fram yfir aðrar. Gott er að hafa í huga að það er ekki alltaf samræmi í því sem neytendur segjast gera og hvað þeir gera í raun, eins og einn sérfræðinganna nefndi.

Samþykkt: 
  • 9.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38812


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSC LOKASKIL KINGA OG BJARNI.pdf3.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna