is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38813

Titill: 
  • Hlutdeildarlán ríkisins : áhrif á húsnæðismarkað og lántöku ungs fólks og tekjulágra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Undanfarin ár hefur fasteignaverð hækkað mun hraðar en laun hafa gert. Þá hafa minni íbúðir hækkað sérstaklega mikið í verði á meðan laun ungs fólks hafa hækkað hægar en laun annarra. Því hefur sjaldan verið jafn mikil ástæða fyrir inngripum stjórnvalda inn á fasteignamarkað. Þann 3. september 2020 var frumvarp vegna hlutdeildarlána samþykkt á Alþingi. Markmið hlutdeildarlána er að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á fasteignamarkað með því að brúa bilið á milli eiginfjár og láns við fasteignakaup. Er það gert með því að veita tekjulágum og eignaminni einstaklingum 20 prósenta lán án vaxta og afborgana. Lánin geta þó orðið 30 prósent í tilvikum þar sem fólk er sérstaklega tekjulágt. Lántaki skal svo endurgreiða lánið þegar hann selur eign sína eða þegar lánstímanum hefur verið lokið. Þá fylgir hlutdeildarlánið verðbreytingu eignarinnar og hækkar og lækkar eftir því hvernig verð eignarinnar breytist. Með ritgerð þessari voru áhrif hlutdeildarlánanna könnuð frá ýmsum hliðum. Skoðuð voru áhrif lánanna á framboð og eftirspurn á fasteignamarkaði og athugað var hve mikið væri hægt að stytta þann tíma sem það tæki mismunandi hópa fólks að spara með tilkomu þeirra. Niðurstöðurnar gáfu til kynna að hlutdeildarlánin hefðu tilætluð áhrif en þau áhrif gætu verið mismikil eftir því hvernig fasteignamarkaðurinn sé hverju sinni. Hlutdeildarlánin gætu ýtt undir hækkun fasteignaverðs en líklegt er að því lengra sem líður frá innleiðingu þeirra þeim mun minni verða áhrifin.

Samþykkt: 
  • 9.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38813


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc ritgerð - hlutdeildarlán ríkisins.pdf1.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna