is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Ræktun og fæða > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38815

Titill: 
 • Tíðni þrýstingsáverka í munni kynbótahrossa á LM 2014-2018 og helstu áhrifaþættir
 • Titill er á ensku Pressure lesions in the mouth of Icelandic breeding horses
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Öll hross sem mæta í kynbótadóm undirgangast heilbrigðisskoðun. Á héraðssýningum eru það starfsmenn Rannsóknamistöðvar landbúnaðarins (RML) sem framkvæma heilbrigðisskoðannir en á Landsmóti hestamanna (LM), sem haldið er annað hvert ár, er kveðið á um heilbrigðisskoðun undir umsjón Matvælastofnunar (MAST). MAST fylgir fyrirkomulagi sem kallast „klár í keppni“ þar sem hross eru skoðuð af dýralækni áður en þau fara í sýningu; fordóm, yfirlit og verðlaunaafhendingu, á meðan starfsmenn RML framkvæma sína skoðun strax eftir fordóm og yfirlit. Í heilbrigðisskoðun MAST er hrossum framvísað á stallmúl en alla jafna eru hrossin með mél upp í sér við skoðun RML.
  Markmið þessa verkefnis var að lýsa tíðni þrýstingssára í munni kynbótahrossa á LM 2014 -2018 samkvæmt gögnum frá framangreindum skoðunum. Lýst er mismunandi aðferðum við skoðanir á munni hesta og áhrif þeirra greind ásamt öðrum mögulegum áhrifaþáttum; landsmótsári, aldri, kyni og aðaleinkunn hæfileika.
  Samkvæmt gögnum frá MAST voru 40% kynbótahrossa (226 af 559) sem skoðuð voru á landsmótum á tímabilinu 2014 – 2018 með áverka í munni en samkvæmt gögnum frá RML var tíðnin einungis 2% (12/559). Frekari greiningar á gögnum frá MAST sýndu marktækan mun á tíðni þrýstingsáverka í munni milli þeirra ára/landsmóta sem voru til skoðuðunar. Við skoðun kynbótahrossa fyrir yfirlitssýningu á LM 2014 voru 50% (N=119) með áverka í munni en
  sambærilegar tölur fyiri LM 2016 sýndu lækkun niður í 30% (N=48). Á LM 2018 hækkaði tíðnin aðeins aftur, í 36% (N=59). Ekki kom fram að aldur hrossa, kyn eða árangur þeirra í kynbótadómi hefði áhrif á tíðni þrýstingsáverka í munni.
  Niðurstöðurnar sýndu umtalsverðan árangur við að draga úr þrýstingssárum í munni kynbótahrossa frá LM 2014, þegar bann var lagt við notkun stangaméla með tunguboga í hvers kyns sýningum og keppni. En betur má ef duga skal því á LM 2018 reyndist enn um þriðjungur kynbótahrossa með sár í munni, tengd beislsbúnaði, eftir fordóm. Það bendir til þess að enn sé of mikill þrýstingur á munn hesta við kynbótasýningar. Þrýstingssár í munni uppgötvast ekki nema við nokkuð ítarlega skoðun þar sem munnur hestsins er opnaður og þess gætt að ekkert sé þar sem hindrar sýn að slímhúð í kinnum, tungu, munnvikum og á tannlausa bilinu. Hinn mikli munur sem kom fram á niðurstöðum eftir skoðunaraðferðum sýnir hve mikilvægt er að þær séu framkvæmdar með sambærilegum hætti svo hægt sé að meta þróunina og vinna áfram að bættri velferð kynbótahrossa.

Samþykkt: 
 • 9.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38815


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tíðni_þrýstingsáverka_í_munni_kynbótahrossa_á_LM_2014-2018_og_helstu_áhrifaþættir_IngaHannaGunnarsdóttir.pdf425.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna