Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38816
Ritgerð þessi er lögð fram til B.Sc. prófs í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík. Í rannsókn þessari er fjallað um samfélagsábyrgð íslensku viðskiptabankanna með áherslu á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Aukin áhersla hefur verið á samfélagsábyrgð fyrirtækja undanfarin ár. Fjallað verður um þá þróun sem á sér stað á þessum vettvangi og sjónum beint að því hvaða hvatar liggja að baki stefnumótun fyrirtækja varðandi samfélagsábyrgð. Varpað verður ljósi á stöðu íslensku viðskiptabankanna í þróun samfélagsábyrgðar. Gerð verður grein fyrir þrýstingi frá hagaðilum íslensku viðskiptabankanna og ávinningi íslensku viðskiptabankanna af skýrri stefnu um samfélagsábyrgð. Aðferðafræðin sem notast er á við í þessari rannsókn er eigindleg nálgun. Byggt er á viðtölum sem voru tekin við forsvarsmenn íslensku viðskiptabankanna um áherslur og stefnur bankanna varðandi samfélagsábyrgð. Auk viðtalanna er stuðst við birtar upplýsingar tiltekinna viðskiptabanka, rannsóknir og fræðigreinar. Í rannsókn þessari kom skýrt fram mikilvægi þess að viðskiptabankar innleiði skýra og skriflega stefnu um samfélagsábyrgð, þar sem banki telst ekki samkeppnishæfur ef stefna um samfélagsábyrgð er ekki til staðar.
Lykilorð: Samfélagsábyrgð, Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, íslenskir viðskiptabankar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
B.Sc. ritgerð - Lára og Svanhildur.pdf | 897,29 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |