is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Ræktun og fæða > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38817

Titill: 
 • Erfðabreytileiki KIT-gensins og tengsl við litafar í íslensku sauðfé
 • Titill er á ensku Polymorphism in the KITgene and connection to coat colour of the Icelandic sheep
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Eitt af því sem einkennir íslenska sauðfjárkynið er litafjölbreytileiki. Litafar ræðst af flóknu samspili fjölmargra gena og er KIT-genið eitt þeirra. Rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl KIT við litafar meðal annars í svínum, nautgripum, hrossum og refum. Rannsóknir á tengslum KIT við litafar í sauðfé eru misvísandi þar sem sumar rannsóknir benda til að genið geti haft áhrif á litafar en aðrar að engin tengsl séu þar á milli.
  Í þessari rannsókn var markmiðið að greina hvort einhver breytileiki í KIT-geninu tengdist litafari í íslensku sauðfé. Úr sýnasafni Landbúnaðarháskóla Íslands voru 19 einstaklingar valdir út frá því að litafar hópsins væri sem fjölbreytilegast og erfðaefni þeirra raðgreint.
  Skoðaðar voru útraðir 10-13 og 17-21 í KIT-geninu og raðgreiningarniðurstöður bornar saman við Ramboullet Merino viðmiðunargen í forritinu Geneious Prime.
  Töluverður breytileiki fannst meðal annars einkirnabreytileiki (SNP), þriggja basa innsetning, auk eins basa úrfellingar og innsetningar. Breytingar fundust bæði í arfhreinum og arfblendnum einstaklingum. Þrátt fyrir þennan mikla breytileika sem fannst voru niðurstöður rannsóknarinnar þær að ekki væru bein tengsl á milli breytileika í útröðum 10-13 og 17-21 í KIT-geninu og litafars í íslensku sauðfé.

Samþykkt: 
 • 9.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38817


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Erfðabreytileiki_KIT-gensins_og_tengsl_við_litafar_í_íslensku_sauðfé_Salbjörg_Ragna_BS.pdf1.33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna