en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Reykjavík University > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Íþróttafræðideild / Department of Sport Science >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/38818

Title: 
  • Title is in Icelandic Andlegur styrkur ungra knattspyrnuiðkenda : samanburður á milli afreksíþróttafólks og almennra iðkenda
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari rannsókn var andlegur styrkur hjá ungum knattspyrnuiðkendum, fæddum árið 2004 og 2005, skoðaður. Þátttakendur voru samtals 775, þar af 577 strákar og 198 stelpur. Hópnum var skipt í tvo hópa: afrekshóp, en í honum voru þeir sem voru eða höfðu verið í úrtaki fyrir U17 landslið Íslands, og hóp almennra iðkenda. Markmið rannsóknarinnar var þrenns konar. Í fyrsta lagi að bera saman andlegan styrk (e. mental toughness) á milli afrekshóps og almennra iðkenda með sjálfsmatskvarðanum Sports Mental Toughness Questionnaire (SMTQ). Í öðru lagi að skoða mun á andlegum styrk á milli kynja og í þriðja lagi að skoða aðgengi íþróttafólks að hugarþjálfun til að bæta frammistöðu. SMTQ metur andlegan styrk íþróttafólks og er skipt í þrjá undirflokka: sjálfstraust (e. confidence), tileinkun (e. constancy) og stjórn (e. control). Niðurstöðurnar sýndu fram á marktækan mun á andlegum styrk á milli afrekshóps og almennra iðkenda. Strákar skoruðu hærra en stelpur í öllum undirkvörðum SMTQ, bæði í afreks- og almenna hópnum. Færri en 20% þátttakenda höfðu farið til hugarþjálfara eða sálfræðings til að bæta frammistöðu sína en rúmlega 75% höfðu áhuga á því. Niðurstöður rannsóknarinnar voru flestar í samræmi við fyrri rannsóknir og væri áhugavert að fylgja henni eftir með skoðun á sálfræðilegri færniþjálfun og árangrinum af henni.

Accepted: 
  • Jun 9, 2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38818


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaverkefni - Haraldur Holgersson.pdf442,24 kBOpenComplete TextPDFView/Open