is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38820

Titill: 
  • Áhrif Covid-19 á rekstur knattspyrnufélaga í efstu deildum karla og kvenna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð höfum við skoðað áhrif Covid-19 faraldursins á rekstur knattspyrnufélaga í efstu deild karla og kvenna á Íslandi árið 2020. Sérstaklega var skoðaður rekstur tveggja félaga Breiðabliks og FH. Til að athuga hvort reksturinn félli að kenningum um krísur skoðuðum við kenningar Finks og Chandlers. Í ljós kom að báðar kenningar geta skýrt að hluta viðbrögð félaganna við þeirri krísu sem blasti við þeim þegar faraldurinn skall á Íslandi að fullu afli í mars 2020.Einnig beittum við PESTEL og SWOT greiningum til að skoða þau tækifæri og ógnanir sem íslensk knattspyrnulið standa frammi fyrir um þessar mundir. Tekin voru tvö djúpviðtöl við forráðamenn FH og Breiðabliks. Þar kom meðal annars fram að félögin voru ekki með neina ferla tilbúna til að takast á við svona áskoranir. En bæði félög virðast hafa komið þokkalega undan þessum erfiða tíma, bæði fjárhagslega og félagslega. Greindir voru ársreikningar þessara tveggja félaga og þar kom í ljós að bæði félögin voru rekin réttum megin við núllið. Til að hafa samanburð var athugað hvernig önnur lið í efstu deild karla komu fjárhagslega undan þessu skrýtna ári. Þá kom í ljós að 10 af 12 liðum í efstu deild karla skiluðu jákvæðum rekstarniðurstöðum árið 2020.Það er ein helsta niðurstaða þessarar ritgerðar að flest lið í efstu deild hafi gripið til róttækra aðgerða til að koma í veg fyrir stórt rekstrartap á árinu. Launakostnaður var skorinn mikið niður og einnig gripið til annarra aðgerða til að bæta reksturinn. Einnig er ljóst að aðgerðir opinberra stjórnvalda eins og hlutabótaleiðin og beinar greiðslur frá Knattspyrnusambandi Ísland hafi reynst félögunum vel.Íslensk knattspyrna stendur nú á tímamótum. Óveðursskýin voru farin að hrannast upp áður en Covid-19 skall á heimsbyggðinni árið 2020. Mörg félög voru að safna skuldum og tekjur frá fyrirtækjum voru að dragast saman. En með samhentu átaki tókst að skila flestum félögum í gegnum þessa erfiðleikatíma á margan hátt í betra ásigkomulagi en áður.

Samþykkt: 
  • 9.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38820


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð B.Sc-Magnús-og-Pétur-final.pdf1.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna