Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38822
Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort frammistöðu munur væri á líkamlegri getu U-17 ára liðs Íslands með tveggjar ára milli bili sem og hjá U-19 ára lið Íslands. Samanburður var gerður á mælingum á leikmönnum fæddum árið 1999 og yngri samanborið við leikmenn fædda 2002 og yngri. Einnig var gerður samanburður á leikmönnum fæddum 1998 og yngri samanborið við leikmenn fædda 2000 og yngri. Mælingarnar voru framkvæmdar með tveggja ára millibili árin 2017 og 2019. Kennarar á íþróttafræðisviði og nemendur við skrif á B.s ritgerð sinni í Háskólanum í Reykjavík (HR) sáu um mælingarnar með hjálp frá nemendum á fyrsta og öðru ári í HR. Heildarfjöldi þátttakanda var 72 stúlkur. Niðurstöður sýndu fram á að marktækur munur væri á lóðréttu stökkprófi, gripstyrk og í 10 metra spretthlaupi í U-17 mælingunum. Niðurstöður U-19 mælinganna sýndu fram á að marktækur munur væri á lóðréttu stökkprófi og skothraða frá sjö metrum. Miðað við þessar niðurstöður má því álykta að ekki séu bætingar á mælingum milli ára hjá yngri landsliðum Íslands. Niðurstöður sýna svipaðar niðurstöður milli hópa sem hægt er að nota sem viðmiðunartölur í framtíðar rannsóknum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni.pdf | 326,48 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |