is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Íþróttafræðideild / Department of Sport Science >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38826

Titill: 
  • Íþróttastarf barna og frammistaða í hreysti prófum : þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi hjá börnum borið saman við frammistöðu í hreysti prófum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að bera saman niðurstöður hreysti prófa við þátttöku barna í skipulögðu íþróttastarfi, skoða hvort hlutfall þátttakenda sem æfa ekki íþróttir sé að aukast og að kanna hvort ástundun þátttakenda í skipulögðu íþróttastarfi hafi tekið breytingum.
    Aðferð: Unnið var með fyrirliggjandi gögn sem samanstóðu af niðurstöðum úr hreysti mælingum hjá 1. og 2. bekk í Snælandsskóla og svörum við spurningarlista. Prófin sem um ræðir voru langstökk, 20 metra spretthlaup, boltakast og sex mínútna hlaupa / göngu próf. Þátttakendur rannsóknarinnar var sami úrtakshópur, nú í 2. og 3. bekk. Til að hægt væri að greina breytingar á ástundun í íþróttastarfi, var sami spurningarlisti sendur aftur út til foreldra með 92% svarhlutfalli.
    Niðurstöður: Ekki var marktækur munur á frammistöðu í neinum af hreystisprófum eftir því hvort og/eða hversu margar íþróttagreinar þátttakendur stunduðu. Hlutfallslega stunduðu flest börn eina íþrótt, það fjölgaði í hópi barna sem stunduðu fleiri íþróttagreinar milli ára og þeim fækkaði sem stunda enga íþrótt.
    Ályktanir: Hugsast getur að ekki sé marktækur munur á milli frammistöðu í hreysti prófum og virkni í íþróttastarfi vegna þess hversu lítill úrtakshópurinn er. Hlutfall þátttakenda sem æfa ekki þróttir minnkaði en það stangast á við almennan fréttaflutning árið 2021.

Samþykkt: 
  • 9.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38826


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Sc. Lokaritgerð 2021.pdf884,53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna