is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38827

Titill: 
  • Sjaldan er skammsýnn skaðlaus : áhrif breyttrar aldurssamsetningar á útgjöld hins opinbera og vinnumarkað
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Aldurssamsetning íslensku þjóðarinnar er að breytast vegna lækkandi fæðingartíðni samhliða lengri lífaldri. Ísland er þó hlutfallslega ung þjóð samanborið við önnur OECD lönd og því komið styttra í þessari þróun. Breyttri aldurssamsetningu fylgja margar áskoranir og tengjast flestar þeirra útgjöldum hins opinbera og vinnumarkaði. Fyrirliggjandi gögn voru nýtt við uppsetningu líkans. Þá voru framreikningar gerðir út frá líkaninu og niðurstöður þess sýna áhrif breyttrar aldurssamsetningar á útgjöld hins opinbera annars vegar og vinnumarkað hins vegar. Útreikningar sýndu fram á að heilbrigðisútgjöld á mann séu hæst í elsta aldurshópnum, þ.e. 65 ára og eldri. Einstaklingum í þeim aldurshóp fer fjölgandi og því mætti gera ráð fyrir mikilli útgjaldaaukningu til málaflokksins á komandi áratugum. Niðurstöður líkansins voru óvæntar en þær sýndu að öldrun þjóðarinnar verði ekki megindrifkraftur aukinna útgjalda en mun koma til með að hafa mikil áhrif á vinnumarkað. Framfærsluhlutfallið hækkar og þar með eykst byrði einstaklinga á vinnumarkaði.
    Verði ekkert gert er líklegt að ráðstafa verði stórum hluta verðmætaaukningar komandi ára til velferðarmála sem getur dregið úr lífskjörum. Það er því óhætt að fullyrða að um sé að ræða eitt stærsta hagsmunamál yngri kynslóða þar sem lífskjör þeirra á komandi áratugum ráðast að töluverðu leyti af því hvernig brugðist verður við nú.

Samþykkt: 
  • 9.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38827


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Sc.-lokaritgerd.pdf2.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna